• Furðulegt háttalag hunds

  Hjartnæm spennusaga um leit að sannleikanum


  Christopher er fimmtán ára stærðfræðiséní. Þegar hundur nágrannans finnst dauður einn morguninn ákveður hann að komast að því hvað býr að baki. Í rannsókninni kemst Christopher á snoðir um dularfull bréf sem tengjast fjölskyldu hans. Við tekur hættuför til borgarinnar sem hefur í för með sér óvæntar afleiðingar og umturnar lífi hans svo um munar.

  Verkið er í senn spennandi morðsaga og þroskasaga ungs drengs á jaðri samfélags – sérstakt, hlýlegt og fyndið og lætur engan ósnortinn.


   

 • Ferjan

  Hver stýrir þessu skipi?


  Fimm íslenskar konur og þrír karlar eru stödd erlendis. Allt þetta fólk á brýnt erindi til Íslands en þar sem flugsamgöngur liggja niðri sökum eldgoss neyðast þau til að sigla heim með ryðguðum dalli sem er í sinni síðustu ferð. Þegar fólkið kemur um borð kemur í ljós að ýmislegt er öðruvísi en búist var við. Konunum er troðið saman í litla káetu á meðan karlmennirnir fá aðstöðu á rúmgóðum bar þar sem þeir spila tónlist og skemmta sér. Eftir nokkrar vangaveltur ákveða konurnar að taka málin í sínar hendur. Óvænt atburðarás er í uppsiglingu.


   

 • Baldur

  Þungarokksleikhús sem drífur upp í ellefu


  Þungarokkararnir í Skálmöld ætla að henda leikmyndunum út af Stóra sviði Borgarleikhússins, rífa gat á búninginn hjá leikurunum og hækka í Marshall­mögnurunum. Skálmöld og listafólk Borgarleikhússins taka höndum saman og magna upp norrænan seið með vænum skammti af þungarokki maríneruðum í leikhúsinu. Sagan er Baldur, sem Skálmöld rakti svo listilega á samnefndum diski sveitarinnar og gerði hálfa þjóðina að þungarokkurum.


   

 • Dagbók jazzsöngvarans

  Ástin, dauðinn, brostnir draumar ... og allur sá djass


  Haraldur hefur að eigin sögn margoft naumlega sloppið við dauðann. En eftir símtal læknisins bendir allt til þess að hann sleppi ekki í þetta sinn. Það er ekki seinna vænna að gera upp sín mál, verða almennileg manneskja. Óvænt bréf úr fortíðinni verður til þess að hann tekur ákvörðun um að dusta rykið af djasssöngvaranum sem hefur legið í dvala í áratugi. „Nú geri ég hreint fyrir mínum dyrum.“ Stórhreingerning ævinnar er á næsta leiti. Nýja heimilishjálpin hefur aldrei lent í öðru eins.


   

 • Hamlet litli

  Hvernig er að vera eða vera ekki Hamlet litli?


  Þegar Hamlet litli missir föður sinn er hann harmi sleginn og fer að haga sér stórfurðulega. Ekki batnar það þegar mamma hans ætlar örfáum dögum eftir útförina að giftast bróður pabba hans – og bróðirinn hefur örugglega eitthvað óhreint í pokahorninu. Óbærilegt verður þó ástandið þegar bestu vinir hans eru fengnir til að njósna um hann. Þau halda öll að hann sé að fara á límingunum. En hver myndi ekki fá að minnsta kosti vægt taugaáfall við þessar aðstæður?


   

 • Der Klang der Offenbarung des Göttlichen

  Engir leikarar, enginn texti, engin saga


  Hvaða leiðum býr leikhús yfir til þess að hrífa áhorfendur ef enginn leikari stígur á stokk? Þegar enginn texti er fluttur og eftir stendur aðeins framvinda hljóðs og myndar? Ragnar Kjartansson ólst að miklu leyti upp í leikhúsinu þar sem foreldrar hans starfa báðir. Hann minnist þess einkum þegar leikarar voru fjarverandi og tæknirennsli fóru fram á sviðinu


   

Mary Poppins - tónlist

Dagatal

< apríl 2014 >

Á fjölunum

Twitter