Bergur Þór Ingólfsson

Bergur Þór Ingólfsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1995 og hefur síðan þá verið afkastamikill í Íslensku leikhúsi.  Hlutverk sem hann hefur leikið sviðum stóru leikhúsanna eru yfir 40 að tölu, flest í Borgarleikhúsinu þar sem hann hefur verið fastráðinn frá aldamótum.  Hann hefur verið í fararbroddi við útbreiðslu „hins nýja trúðleiks“ sem sjá mátti dæmi um í sýningum Borgarleikhússins Dauðasyndunum og Jesú litla.  Sem leikstjóri og stofnandi GRAL-hópsins hefur hann sett upp fjögur ný íslensk verk skrifuð af honum og fleirum.  Bergur hefur hlotið tíu tilnefningar til Grímuverðlauna í sex ólíkum flokkum.  Meðal hlutverka sem hann hefur leikið eru Hitler í Mein Kampf, Andy Fastow í Enron og Heródes í Jesus Christ Superstar.  Af leiksýningum sem Bergur hefur leikstýrt upp á síðkastið má nefna Galdrakarlinn í Oz, Horn á höfði, Eiðurinn og eitthvað og Mary Poppins. 

Nýlegar sýningar í Borgarleikhúsinu

Furðulegt háttalag hunds um nótt Leikari
Hamlet litli Höfundur
Hamlet litli Leikstjórn
Jeppi á Fjalli Leikari
Mary Poppins Leikstjórn
Gulleyjan Leikari
Jesús litli Höfundur
Jesús litli Leikari
Eldhaf Leikari
Galdrakarlinn í Oz Leikstjórn
Galdrakarlinn í Oz Þýðing
Hótel Volkswagen Leikari
Jesús litli Leikari
Nei, ráðherra! Leikari
Enron Leikari
Gauragangur Leikari
Horn á höfði Höfundur
Horn á höfði Leikstjórn
Jesús litli Leikari
Nei, ráðherra! Leikari
Dauðasyndirnar Höfundur
Dauðasyndirnar Leikari
Góðir Íslendingar Leikari
Söngvaseiður Leikari
Milljarðamærin snýr aftur Leikari
Vestrið eina Leikari