Borgarleikhúsið

Njála á hundavaði

Sýningin Njála á hundavaði með félögunum í Hundi í óskilum heillaði hug og hjörtu áhorfenda á síðasta leikári. Sýningin fékk frábæra dóma gagnrýnenda og var m.a. lýst sem "mikilli og góðri skemmtiveislu" og "óskaplega skemmtilegri sýningu" 

Drepfyndin sýning þar sem þeir Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen hlaupa meira en hæð sína í öllum herklæðum í gegnum skrautlegt persónugallerí Njálu. Við sögu koma taðskegglingar, hornkerlingar, kinnhestar, kartneglur og þjófsaugu svo fátt eitt sé nefnt.