Hópatilboð - Úti að aka

Töfrandi upplifun fyrir starfsmannahópinn!

Kvöldstund í leikhúsinu er ávísun á ógleymanlegar stundir og einstök leið til að hrista starfsmannahópinn saman.


Úti að aka slær í gegn

Gamanleikurinn Úti að aka hefur slegið rækilega í gegn hjá áhorfendum sem veltast um af hlátri kvöld eftir kvöld.

Í helstu hlutverkum eru margir fremstu og vinsælustu leikarar landsins og hljómsveitin vinsæla Amabadama samdi tónlistina.

Nú þegar er uppselt á yfir 30 sýningar á Stóra sviðinu en við erum sífellt að bæta við nýjum aukasýningum.

Matur_tapas

Miði og léttar veitingar

Við bjóðum sérstakt hópatilboð á sýninguna og léttar veitingar fyrir hópinn til að njóta fyrir sýningu eða í hléi. 


Besta verðið á miða og léttum veitingum:

20-50 manns:      Verð frá 6.950 kr. (m.v. tilboð 1)

50-100 manns:    Verð frá 6.650 kr. (m.v. tilboð 1)

100+ manns:       Verð frá 6.160 kr.  (m.v. tilboð 1)

Einnig er hægt að kaupa heila sýningu á verkinu og þá er hægt að sníða kvöldið að óskum hópsins.


Eftirfarandi tilboð á miða og léttum veitingum eru í boði:

TILBOÐ 1

Verð frá 6.950 kr.
(m.v. 20 - 50 manns)

Léttar veitingar 

 • Tvö kjúklingaspjót
 • Caprese
 • Hráskinka og melóna
 • Risarækja
 • Reyklaxamús


TILBOÐ 2

Verð frá 7.500 kr.
(m.v. 20 - 50 manns)

Léttar veitingar

 • Mini hamborgari
 • Píta með nautahakki
 • Kjúklingaspjót
 • Kokteilpylsa
 • Baconvafðar döðlur
 • Bland í poka


TILBOÐ 3

Verð frá 7.950 kr.
(m.v. 20 - 50 manns)

Léttar veitingar 

 • Kjúklingaspjót
 • Lambaspjót
 • Risarækjuspjót
 • Blini með reyktum laxi
 • Djúpsteiktur Camenbert
 • Frönsk súkkulaðikaka 


Lágmarksfjöldi er 20 manns.

Jafnframt hvetjum við þig til að hafa samband með því að senda póst á hopar@borgarleikhus.is ef þú hefur aðrar hugmyndir um útfærslu. 

Hægt er að fá sent kynningarefni og skráningarlista og þannig er fyrirhöfnin í kringum kynningu og skráningu úr sögunni.

Aðsókn hefur aldrei verið meiri í Borgarleikhúsið en á síðasta leikári og nú í vetur bjóðum við upp á fjölbreytt úrval leiksýninga í flutningi margra fremstu listamanna þjóðarinnar.

Hlökkum til að heyra frá ykkur.
Starfsfólk í miðasölu Borgarleikhússins