Mánudagur 23. Nóvember 2015

Áskriftarkort


Áskriftarkort tryggir þér öruggt sæti á bestu kjörunum.

  • Þú velur þær fjórar sýningar sem þig langar mest að sjá.
  • Kortið veitir þér aðgang að þessum fjórum sýningum.
  • Þú færð úthlutaðan ákveðinn sýningardag og færð sms-áminningu nokkrum dögum fyrir sýningu.
  • Ef dagsetningin hentar þér ekki, hafðu þá samband við miðasölu og starsfólk leikhússins aðstoðar þig eftir fremsta megni. (ATH ekki er hægt að breyta miðum á sýningardegi, tilkynning um breytingu verður að berast með a.m.k. sólarhrings fyrirvara) 

Fríðindi með áskriftarkorti

Með áskriftarkorti færð þú bestu kjör sem í boði eru, einnig af stökum miðum, gjafakortum og hjá samstarfsaðilum okkar.

  • 700 króna afsláttur af öðrum miðum sem þú kaupir hjá Borgarleikhúsinu, gegn framvísun áskriftarkortsins að undanskildum barnasýningum. Miðana getur þú nýtt fyrir sjálfan þig á aðrar sýningar en þær sem þú hefur valið í kortinu eða til að bjóða einhverjum með þér í leikhúsið á kortasýningar þínar.
  • 15% afsláttur af gjafakortum sem eru tilvalin gjöf til þeirra sem þú vilt gleðja.

Einnig getur þú haft samband í síma 568 8000 eða á midasala@borgarleikhus.is

Í Miðasölunni getur þú einnig keypt ýmsan varning tengdan sýningum, t.d. leikskrár, geisladiska, veggspjöld, bækur ofl.

Gjafakortin okkar sívinsælu eru til sölu í miðasölu og á vefnum allan ársins hring.

Mætið tímanlega og njótið kvöldsins

Leikhúsgestir eru hvattir til þess að mæta 20 mínútum fyrir leiksýningar. Þær hefjast á tilsettum tíma og þá er salnum lokað. Forsalur Borgar­leikhússins er rúmgóður og notalegur, þar má njóta léttra veitinga, glugga í leikskrár og eiga notalega stund fyrir sýningu. Tilvalið er að panta drykki fyrir sýningu sem eru tilbúnar í hléi. Þannig nýtur þú hverrar mínútu í leikhúsinu. Eftir leiksýningar geta leikhúsgestir sest niður í forsalnum og fengið sér veitingar á Leikhúsbarnum í forsal hússins sem opinn er til miðnættis öll sýningarkvöld.