Fréttir

12. Apríl 2017

Lokað um páskana


Borgarleikhúsið og miðasala þess verður lokuð frá kl. 17 miðvikudaginn 12. apríl þar til þriðjudaginn 18. apríl kl. 10. Áfram verður hægt að kaupa miða og finna upplýsingar um sýningar á heimasíðunni, borgarleikhus.is

4. Apríl 2017

Undirritun samstarfssamnings við Valitor


Áframhaldandi samstarf Borgleikhússins og Valitor var staðfest í liðinni viku þegar Sigurhans Vignir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Valitor, og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, undirrituðu samstarfssamning. Valitor og Borgarleikhúsið hafa átt í samstarfi í um áratug og er mikil ánægja með það samstarf hjá báðum aðilum.

31. Mars 2017

Elly á Stóra sviðið í haust


Leiksýningin Elly, sem fjallar um eina dáðustu söngkonu Íslands, Elly Vilhjálms, verður flutt á Stóra svið Borgarleikhússins í haust. Verkið var frumsýnt þann 18. mars sl. og hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur jafnt hjá áhorfendum sem gagnrýnendum.

25. Mars 2017

Gestasýningin Aftur-á-bak frumsýnd í kvöld


Gestasýningin AFTUR-Á-BAK (We-Who-Live-Backwards) verður frumsýnd í salnum á 3. hæð Borgarleikhússins í kvöld, laugardagskvöld kl. 20. Í verkinu veitir Marwan Arkawi áhorfendum innsýn inn í veröld innflytjenda og hælisleitanda og hans eigin samskipti við Útlendingastofnun, en hann flúði frá Sýrlandi og er nú búsettur í Svíþjóð.

22. Mars 2017

Framtíð leikritunar á Íslandi


Mánudagskvöldið 27. mars verður umræðukvöld í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, á vegum Rithöfundasambands Íslands undir heitinu Sviðslistir í brennidepli – Framtíð leikritunar á Íslandi. 

18. Mars 2017

Frumsýning á Elly á Nýja sviðinu í kvöld


Í kvöld, laugardaginn 18. mars, verður frumsýnt nýtt íslenskt verk um Elly Vilhjálms í Borgarleikhúsinu í samstarfi við Vesturport. Elly var óumdeilanlega ein dáðasta söngkona landsins á sínum ferli og má vel færa rök fyrir því að hún sé það enn í dag. 

15. Mars 2017

Ein dáðasta söngkona landsins, Elly Vilhjálms


Elly er fædd árið 1935 og þessi hægláta Suðurnesjastúlka var í senn ákveðin og röggsöm heimskona og feimin sveitastúlka, sem heillaði með einstakri rödd sinni og söngtúlkun. 

9. Mars 2017

Listahátíðin Fórn frumsýnd eftir viku


Listahátíðin Fórn, samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, LÓKAL og Borgarleikhússins, verður frumsýnd fimmtudaginn 16. mars. Um er að ræða glæsileg listahátíð sem kannar tengsl listsköpunar og trúar og tekist er með nýstárlegum hætti á við ritúalið í hversdagsleika lífs og listar.

4. Mars 2017

Úti að aka frumsýnt á Stóra sviðinu í kvöld


Í kvöld, laugardagskvöldið 4. mars, verður farsinn Úti að aka frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins. Um er að ræða farsa af bestu gerð sem kallar fram mikil hlátrasköll áhorfenda. 

3. Mars 2017

Páll Óskar verður Frank-N-Furter á ný


Í mars árið 2018 verður söngleikurinn Rocky Horror frumsýndur í Borgarleikhúsinu og mun Páll Óskar Hjálmtýrsson fara með aðalhlutverkið, hlutverk Frank-N-Furter.

14. Febrúar 2017

Örfáar aukasýningar á Illsku


Óskabörn ógæfunnar í samstarfi við Borgarleikhúsið verða með örfáar aukasýningar í mars, á hinu magnaða verki Illsku en sýningin hætti fyrir fullu húsi sl. vor. 

16. Janúar 2017

Auglýst eftir samstarfsverkefnum


Borgarleikhúsið hýsir á hverju ári a.m.k. tvö verkefni sjálfstæðra leikhópa. Verkefnin eru valin í samvinnu við borgaryfirvöld og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL) 

11. Janúar 2017

Glænýr smáréttamatseðill


Í tilefni af 120 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur kynnum við glænýjan smáréttamatseðil á Leikhúsbarnum okkar. Nú gefst leikhúsgestum tækifæri til að mæta fyrr en húsið opnar kl 18:30 með miklu úrvali af smáréttum.  Ekki þarf að panta fyrirfram en gott er að panta á heimasíðu okkar ef þú vilt tryggja þér ákveðinn disk. Einnig bjóðum við ennþá upp á Tapas, snittur og MAMMA MIA! Máltíðir en panta þarf þá rétti með sólarhrings fyrirvara. 


11. Janúar 2017

120 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur


Leikfélag Reykjavíkur fagnar 120 ára afmæli sínu en það var stofnað 11. janúar 1897. 

Félagið er elsta leikfélag sem starfað hefur óslitið á Íslandi og er jafnframt eitt elsta starfandi menningarfélag landsins.  Leikfélag Reykjavíkur var frá upphafi mjög metnaðarfullt og félagarnir tilbúnir að leggja hart að sér til að standa fyrir sýningum í  hæsta gæðaflokki en í 14. grein stofnlaga félagsins stóð ,,allir fyrir einn og einn fyrir alla…“  - það endurspeglar hugsjónir félagsins og samstöðu félaganna sem hefur haldist til þessa dags. Leikfélag Reykjavíkur hafði lengi aðsetur í Iðnaðarmannahúsinu eða Iðnó við Tjörnina en flutti í Borgarleikhúsið árið 1989. Starfsemi félagsins er styrkt að stærstum hluta af Reykjavíkurborg og setur upp allt að 15 leiksýningar á ári hverju.


3. Janúar 2017

Opinn samlestur á Úti að aka


Fimmtudaginn 5. janúar kl 12 verður opinn samlestur á verkinu Úti að aka eftir Ray Cooney. Þetta er liður í því að opna leikhúsið og skapa skemmtilegan formála að væntanlegum sýningum. Fyrsta skrefið í æfingum leikrita er svokallaður samlestur. Í Úti að aka er einvala hópur leikara undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. 

19. Desember 2016

Tónlistin úr Bláa hnettinum er komin út


Tónlist Kristjönu Stefánsdóttur úr leikritinu Blái hnötturinn er komin út á disk.  Bergur Þór Ingólfsson semur texta. 

Diskurinn fæst í miðasölu Borgarleikhússins og kostar 2500 kr. 

6. Desember 2016

Námskeið um Elly hjá EHÍ


Endurmenntun Háskóla Íslands og Borgarleikhúsið taka höndum saman á ný og efna til námskeiðs um Elly. 

23. Nóvember 2016

Gunnar Eyjólfsson er látinn


Gunnar þreytti frumraun sína árið 1945, í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Kaupmanni í Feneyjum. Hann stundaði nám við Royal Academy of Dramatic Art í Lundúnum 1945-47 og lék um skeið í Stratford og London. Gunnar var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið frá árinu 1961 og lék þar fjölda burðarhlutverka, meðal annars titilhlutverkin í Pétri Gaut, Hamlet ...

18. Nóvember 2016

Laxness og Garbo


Halldór Kiljan Laxness ætlaði sér að verða frægur í Hollywood. Hann hafði sem ungur maður brennandi áhuga á kvikmyndum og skrifaði árið 1927 vini sínum Erlendi í Unuhúsi:  

„Ég fann hjá mér alveg óstjórnlega löngum til að fara til Hollywood og semja 10 kvikmyndir. Ég er sannfærður um að ekkert liggur fyrir mér eins og kvikmyndin." Allir þekkja söguna um Sölku Völku...

14. Nóvember 2016

Sölku Völku námskeið


Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á Sölku Völku námskeið í samvinnu við Borgarleikhúsið. 

7. Nóvember 2016

Æfingar hafnar á Sölku Völku


Í síðustu viku hófust æfingar á Sölku Völku sem frumsýnd verður 30. desember.  Leikstjóri er Yana Ross sem hlaut mikið lof fyrir leikstjórn á Mávinum fyrr á árinu. 

4. Nóvember 2016

Frumsýning á Brot úr hjónabandi


Föstudaginn 4.nóv frumsýnum við á litla sviðinu Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman. Ólafur Egill Egilsson leikstýrir verkinu. 

3. Nóvember 2016

Samlestur á Ræmunni


Þriðjudaginn 1.nóv var opinn samlestur á verkinu Ræman eftir Annie Baker. 

19. Október 2016

Síðasta sýning á Sendingu


Fimmtudaginn 20. október kl. 20:00 verður síðasta sýning á verkinu Sendingu eftir Bjarna Jónsson. 

14. Október 2016

100. sýning á MAMMA MIA!


Föstudaginn 14. október kl. 20:00 verður 100. sýning á MAMMA MIA!  og hefur sýningin gengið fyrir fullum sal síðan frumsýnt var í mars síðastliðinn. 

10. Október 2016

Kveðjum Eddu Heiðrúnu Backman


  Edda Heiðrún átti einstaklega farsælan feril sem leikkona fram til ársins 2004 þegar hún þurfti að hverfa af leiksviðinu vegna veikinda sinna. Þá sneri hún sér að leikstjórn og leikstýrði sýningum bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. 

Edda Heiðrún lék í fjölda verka hjá Leikfélagi Reykjavíkur en meðal eftirminnilegra hlutverka hennar eru t.d. Dollí í Djöflaeyjunni, Paula í Spanskflugunni, Mimi í Evu Lunu og Sally Bowles í Kabarett. Þá leikstýrði hún Sölku Völku á Stóra sviðinu Borgarleikhússins árið 2006.

3. Október 2016

Hannes og Smári frumsýnt föstudaginn 7. okt


Hannes og Smári, „annað sjálf“ okkar kraftmiklu leikkvenna Halldóru Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, í hárbeittum nýjum gamanleik sem frumsýndur verður á litla sviði Borgarleikhússins föstudaginn 7. okt kl 20:00 

21. September 2016

Blái hnötturinn frumsýnt 24. sept.


Laugardaginn 24. september kl. 13:00 frumsýnir Borgarleikhúsið Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Bergur Þór Ingólfsson gerir nýja leikgerð ásamt því að leikstýra. Kristjana Stefánsdóttir semur nýja tónlist við verkið, Chantelle Carey er danshöfundur og 22 börn svífa um á stóra sviðinu. 


19. September 2016

Opinn samlestur á Brot úr hjónabandi


Þriðjudaginn 20. september kl 13 verður opinn samlestur á verkinu Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman. Þetta er liður í því að opna leikhúsið og skapa skemmtilegan formála að væntanlegum sýningum. Fyrsta skrefið í æfingum leikrita er svokallaður samlestur. Þá kemur starfsfólk saman, ásamt listrænum stjórnendum og leikurum og lesa leikritið upphátt.  Allir velkomnir og heitt kaffi á könnunni.

14. September 2016

Opinn samlestur á Extravaganza


Föstudaginn 16. september kl 13:00 verður opinn samlestur á nýju verki Sölku Guðmundsdóttur, Extravaganza. Þetta er liður í því að opna leikhúsið og skapa skemmtilegan formála að væntanlegum sýningum. Fyrsta skrefið í æfingum leikrita er svokallaður samlestur. Þetta er upphaf langrar ferðar sem lýkur með pompi og prakt á frumsýningunni.  Allir velkomnir og heitt kaffi á könnunni.

31. Ágúst 2016

Opið hús laugardaginn 3. sept kl. 13:00-16:00


Laugardaginn 3. september opnum við húsið upp á gátt og bjóðum alla velkomna í heimsókn milli klukkan 13:00 og 16:00. Að venju verða skoðunarferðir um húsið, innlit á æfingar, atriði á Stóra sviðinu. Villi vísindamaður mun kynna dagskrána í forsalnum. 

24. Ágúst 2016

Leiklistarskóli Borgarleikhússins


Nú á haustdögum 2016 verður settur á fót Leiklistarskóli Borgarleikhússins. Skólinn er langþráður draumur aðstandenda, en markmið skólans er að bjóða upp á faglegt nám á grunnskólastigi í leiklist og efla þar með grunnstoðir leiklistarnáms á Íslandi.

Kennsla á haustönn hefst 12. september og lýkur 24. nóvember. 

22. Ágúst 2016

Blaðið er komið í hús!


Blaðið er stútfullt af  upplýsingum um næsta leikár sem verður afar fjölbreytt og án efa kraftmikið. 

18. Ágúst 2016

Borgarleikhúsblaðið er á leiðinni!


Prentvélarnar eru á fullu við að prenta glæsilega Borgarleikhúsblaðið okkar og er það væntanlegt í hús þriðjudaginn 23. ágúst.

22. Maí 2016

Borgarafundur í beinni


Borgarleikhúsið og Stjórnarskrárfélagið standa fyrir borgarafundi á stóra sviðinu. Fundurinn byggir á hugmyndafræði þjóðfundanna sem voru haldnir í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi.   

23. Apríl 2016

4 umferð á morgun sunnudag


Nú fer að styttast í að börnin 22 sem munu leika í Bláa hnettinum verði valin. Eftir að hafa hitt tæplega 100 börn í dag er búið að minnka hópinn og verður fjórða og síðasta prufan á morgun sunnudag 24. apríl.

22. Apríl 2016

Þessi komust áfram í 3 umferð


Hér má sjá nöfn þeirra sem hafa komist áfram í þriðju umferð í prufunum fyrir Bláa hnöttinn.  Við þökkum öllum þeim krökkum sem hafa komið í prufurnar. 

16. Apríl 2016

Hver komst áfram? Takk fyrir að koma í prufur


Við í Borgarleikhúsinu viljum þakka öllum þeim börnum sem komu í prufu fyrir hlutverk í Bláa hnettinum kærlega fyrir. Þau stóðu sig einstaklega vel og var mjög gaman að hitta þau öll. Það voru rúmlega 1300 krakkar sem komu í fyrstu prufuna og því mjög vandasamt verk fyrir listræna stjórnendur verksins að velja áfram í næstu umferð í prufunum.  

15. Mars 2016

Opnar prufur - Sagan af bláa hnettinum


Nú leitar Borgarleikhúsið að 22 börnum til að leika í fyrstu uppsetningu næsta leikárs sem er Sagan af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason.   Allir krakkar á aldrinum 8-14 ára sem geta leikið, sungið og dansað eru velkomnir í prufu.

Skráning í prufur fer fram í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 6.apríl kl 15.

Skoðið frétt nánar til að nálgast skráningarblaðið

10. Mars 2016

MAMMA MIA! bomba í forsal


Forsalur Borgarleikhússins opnar kl. 18 fyrir sýningar á MAMMA MIA! með lifandi tónlist, leikhúsmatseðli og kokteilum.
Athugið að sumt á matseðli þarf að panta með dagsfyrirvara.

4. Febrúar 2016

Flóð „Margbrotin sýning"


Leiksýningin Flóð sem frumsýnd var á litla sviðinu 21.janúar hefur fengið glimrandi góða dóma hjá áhorfendum og gagnrýnendum.  Sýningin er unnin í nánu samstarfi við Flateyringa.

„Margbrotin sýning" BS. Kastljós

25. Janúar 2016

Opinn samlestur á Auglýsingu ársins


Miðvikudaginn 27.janúar kl 10 verður opinn samlestur á nýjum ærslafullum og andstyggilegum gleðileik eftir Tyrfing Tyrfingsson.  Allir velkomnir, ókeypis inn og heitt kaffi verður á könnunni.

6. Janúar 2016

Nýtt leikskáld Borgarleikhússins


Tilkynnt var um val á nýju leikskáldi Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í dag. Frú Vigdís Finnbogadóttir, stjórnarformaður Leikritunarsjóðs tilkynnti  Sölku Guðmundsdóttur sem næsta leikskálds Borgarleikhússins.  

22. Desember 2015

Njáluhátíð í forsalnumNjáluhátíð hefst í forsal Borgarleikhússins fyrir hverja sýningu kl 18:00 með ýmsum uppákomum.  Þar verður hægt að fá lánaða búninga, fá húðflúr, hitta leikara á vappi, kaupa kjötsúpu, sjá beina útsendingu frá leikurum í hár og förðun og fylgjast með undirbúningi á Stóra sviðinu.  Jafnframt verður boðið upp á fyrirlestur um Njálu kl 19:00 


21. Desember 2015

Mamma mia námskeið hjá Endurmenntun


Í tilefni af sviðsetningu Borgarleikhússins á söngleiknum Mamma Mia er efnt til námskeiðs um verkið og uppsetninguna. Hér verður frægasta popphljómsveit heims krufin.

5. Desember 2015

Bein útsending frá flóttamanna viðburði


Í dag laugardag kl 13-15 munu flóttamenn stíga á stóra sviðið og segja sögu sína. 

Hér má sjá beina útsendingu.

https://www.youtube.com/watch?v=3HXxZIDZcDE

4. Desember 2015

Aðalfundur Leikfélags Reykjavíkur 2013


3. Desember 2015

Flóttamenn stíga á stóra sviðið


Laugardaginn 5.des kl 13-15 munu flóttamenn stíga á stóra svið Borgarleikhússins og segja sína sögu.  Í samstarfi við Rauða krossinn blæs Borgarleikhúsið til dagskrár um málefni flóttamanna. 

26. Nóvember 2015

Leikritaútgáfa Borgarleikhússins


Borgarleikhúsið og Þorvaldur Kristinsson hafa tekið höndum saman og gefið út tvö ný íslensk leikverk. Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur og Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson. Frábær jólagjöf fyrir leikhúsáhugafólk.

24. Nóvember 2015

Höfundasmiðja


Félag leikskálda og handritshöfunda og Borgarleikhúsið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík efna til höfundasmiðju í Borgarleikhúsinu leikárið 2015-2016. 

6. Nóvember 2015

Kjartan Ragnarsson gerður að heiðursfélaga


Á síðasta aðalfundi Leikfélags Reykjavíkur var Kjartan Ragnarsson gerður að heiðursfélaga Leikfélagsins

29. Október 2015

Mávurinn fær einróma lof


Mávurinn eftir Anton Tsjékhov hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og leikhúsgesta.  

14. Október 2015

Engar sýningar falla niður hjá okkur


Að gefnu tilefni viljum við taka það fram að engar sýningar falla niður í Borgarleikhúsinu komi til verkfalls í vikunni.

1. Október 2015

Frumsýning í kvöld - Sókrates


Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina en fimmtudaginn 1.okt frumsýnum við trúðaóperuna Sókrates eftir þau Berg Þór Ingólfsson og Kristjönu Stefánsdóttur.  

4. September 2015

Billy Elliot ævintýrið heldur áfram


Fyrsta sýning á Billy Elliot eftir sumarfrí verður föstudaginn 4.sept en sýningin var frumsýnd í mars á síðasta leikari og sló rækilega í gegn.

27. Ágúst 2015

Opið hús laugardaginn 29.ágúst


Verið öll velkomin á Opið hús í Borgarleikhúsinu laugardaginn 29. ágúst á milli kl 13-16.  Við bjóðum upp á skemmtilegar uppákomur og léttar veitingar fyrir alla fjölskylduna. Áskriftarkort verða á sérstöku tilboði á Opnu húsi.
 


26. Ágúst 2015

Áhugaleikhús atvinnumannaÁhugleikhús atvinnumanna er að vinna að fimm verka röð eða kvintólógíu um mannlegt eðli. Verkin eru rannsókn á áráttuhegðun mannkyns og ófullkomleika. Þau feta sig inn í augnablikið þar sem maðurinn stendur berskjaldaður frammi fyrir guði og viðurkennir vanmátt sinn.

Þrjú verk þeirra verða sýnd í Borgarleikhúsinu í vikunni.

25. Ágúst 2015

Leikárið 2015- 2016 er hafið!


Dagskrá vetrarins hjá Borgarleikhúsinu er mjög fjölbreytt og er öllu tjaldað til. Aðsókn í Borgarleikhúsið hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og er meiri en nokkru sinni fyrr í sögu íslensks leikhúss. Fjöldi kortagesta hefur margfaldast og hafa þeir aldrei verið fleiri.


1. Júlí 2014

Sumarfrí leikhússins


17. Júní 2014

Hamlet litli - barnasýning ársins á Grímunni og …


… Borgarleikhúsið fékk flestar Grímur

14. Maí 2014

Billy Elliot prufur - Næsta umferð


6. Maí 2014

Nýr markaðsstjóri Borgarleikhússins


2. Maí 2014

Tveir nýir leiklistarráðunautar í Borgarleikhúsið


24. Apríl 2014

Leitin að Billy Elliot


10. Mars 2014

Magnús Geir kveður


28. Febrúar 2014

Nýr leikhússtjóri hefur verið valinn


10. Febrúar 2014

Mary Poppins, vinsælasta sýning íslandssögunnar …


… kveður

29. Janúar 2014

Starf leikhússtjóra Borgarleikhússins laust til …


… umsóknar

3. Janúar 2014

Mary Poppins og Jeppi á Fjalli kveðja – þurfa a …


… ð víkja fyrir nýjum verkum

18. Desember 2013

Hamlet frumsýndur á Stóra sviðinu laugardaginn …


… 11. janúar

5. Desember 2013

Jeppi á Fjalli flytur í stærra húsnæði


22. Nóvember 2013

Tvöföld frumsýningarhelgi


19. Nóvember 2013

100 sýningar á Mary Poppins


4. Nóvember 2013

Fimmtíuþúsundasti gesturinn á Mary Poppins


4. Október 2013

Frumsýning í kvöld á Jeppa á Fjalli


12. September 2013

Leikhúsferð til London í desember


29. Ágúst 2013

Opið hús í Borgarleikhúsinu á laugardag 31.ágús …


… t kl. 13–16

20. Ágúst 2013

Nýtt leikár er hafið og kynnt á fimmtudag


16. Júlí 2013

Borgarleikhúsið í sumarfríi


30. Maí 2013

Verk Borgarleikhússins hljóta samtals 40 Grímut …


… ilnefningar

7. Maí 2013

Börkur hlýtur Reumert verðlaunin


3. Apríl 2013

MARY POPPINS hefur slegið í gegn


14. Mars 2013

Halldóra Geirharðsdóttir hlaut Menningarverðlau …


… n DV 2013

1. Mars 2013

Málþing um Kjartan Ragnarsson


27. Febrúar 2013

Þorvaldur Þorsteinsson látinn


17. Febrúar 2013

Mary Poppins - Fumsýning á föstudag


6. Febrúar 2013

Ormstunga - frumsýning á föstudag


1. Febrúar 2013

Nóttin nærist á deginum frumsýnt í kvöld


21. Janúar 2013

Mary Poppins: Forsala aðgöngumiða hefst á miðvi …


… kudag, 23. janúar kl 10

18. Janúar 2013

Mary Poppins forsala hefst á miðvikudag!


3. Janúar 2013

Ólafur Darri fær hlutverk í tveimur stórum Holl …


… ywood-verkefnum

2. Janúar 2013

Stundarbrot frumsýnt á Nýja sviðinu fimmtudagi …


… nn 10. janúar

28. Desember 2012

Stundarbrot frumsýnt á Nýja sviðinu


28. Desember 2012

Jólasýning Borgarleikhússins, Mýs og menn frums …


… ýnd á laugardag

12. Desember 2012

Faust á BAM í New York


12. Desember 2012

Ferðalagið hófst í dag


29. Október 2012

Gullregn frumsýnt á Nýja sviðinu fimmtudaginn 1 …


… . nóvember

27. Október 2012

Bastarðar frumsýning í kvöld


28. September 2012

Á sama tíma að ári - frumsýning á Stóra sviðinu


21. September 2012

Rautt frumsýnt í kvöld


17. September 2012

Rautt frumsýnt á Litla sviðinu föstudaginn 21. …


… september

14. September 2012

Gulleyjan frumsýnd á Stóra sviðinu í kvöld


6. September 2012

Vinningshafar í happadrætti


31. Ágúst 2012

Opið hús í dag kl. 13


27. Ágúst 2012

Opið hús laugardaginn 1. september


24. Ágúst 2012

Nýtt, kröftugt og töfrandi leikár er hafið!