Fréttir

16. Júlí 2018

Allt sem er frábært fyrsta frumsýningin


Fyrsta frumsýning næsta leikárs í Borgarleikhúsinu verður sýningin Allt sem er frábært, eða Every Brilliant thing eins og hún heitir á ensku. Leikritið, sem er einleikur, er eftir Duncan MacMillan, sem skrifaði líka Andaðu, Fólk, staðir og hlutir, er einskonar gleðieinleikur um depurð. 

11. Júní 2018

Tyrfingur í Avignon


Tyrfingur Tyrfingsson fyrrverandi leikskáld Borgarleikhússins verður meðal gesta á leiklistarhátíðinni í Avignon í Frakklandi í júlí 2018. Verk Tyrfings Bláskjár verður leiklesið í nýrri franskri þýðingu þann 6. júlí nk. og er þar í hópi framsækinna ungra evrópskra leikskálda. Hér er linkur á hátíðina og viðburðinn fyrir þá sem vilja kynna sér hann nánar.

6. Júní 2018

Sýningin á Rocky Horror fellur niður í kvöld


Leiksýningin Rocky Horror fellur niður í kvöld, miðvikudagskvöldið 6. júní, vegna veikinda. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

5. Júní 2018

Himnaríki og helvíti fékk flest Grímuverðlaun


Sýningin sem Himnaríki og helvíti, sem frumsýnd var á Stóra sviði Borgarleikhússins í janúar síðastliðnum, fékk flestar Grímur þegar verðlaun sviðslista voru veitt í kvöld. Leikritið, sem er eftir Bjarna Jónsson, er byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins, og var Egill Heiðar Anton Pálsson leikstjóri þess. 

29. Maí 2018

Borgarleikhúsið með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna


Sýningar Borgarleikhússins fengu flestar tilnefningar til Grímuverðlauna, alls 40 talsins, en tilkynnt var um tilnefningar í dag. Sýningin Himnaríki og helvíti, sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu 11. janúar sl. fékk flestar tilnefningar einstakra sýninga, alls tólf talsins. Leikritið er byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar. 

25. Maí 2018

Leikskólakrökkum boðið í leikhús


Í síðustu viku komu 1625 leikskólabörn frá 80 leikskólum í heimsókn í Borgarleikhúsið að sjá sýningu tileinkaða töfraveröld leikhússins, en sýningin var sýnd alls fjórum sinnum yfir vikuna. 

15. Maí 2018

Sólarplexus á Nýja sviðinu


SÓLARPLEXUS, útskriftarverk Hildar Selmu Sigbertsdóttur, verður sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í dag, þriðjudaginn 15. maí, og á morgun, miðvikudaginn 16. maí. Báðar sýningar hefjast kl. 18:15.

11. Maí 2018

Erna, Ísabel og Salka leika Matthildi


Nú hafa 19 krakkar verið valdir til þess að leika í söngleiknum Matthildi sem verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í mars árið 2019. Þrjár stelpur á aldrinum níu og tíu ára munu skipta með sér hlutverki Matthildar, þær Erna Tómasdóttir, Ísabel Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir.

4. Maí 2018

Verðlaunaleikritin Tölvuvírusinn og Friðþjófur á geimflakki


Tölvuvírusinn eftir Iðunni Ólöfu Berndsen og Friðþjófur á geimflakki eftir Sunnu Stellu Stefánsdóttur unnu leikritasamkeppnina Krakkar skrifa leikrit. Um er að ræða samstarfsverkefni Borgarleikhússins og RÚV þar sem krakkar, annars vegar á aldrinum 6-10 ára og hins vegar 11-12 ára, voru beðin um að skrifa leikrit.

27. Apríl 2018

Söngleikurinn Matthildur - Næsta umferð


Borgarleikhúsið þakkar öllum börnum sem tóku þátt í áheyrnarprufum fyrir söngleikinn Matthildi. Það þarf mikið hugrekki til að taka þátt í þessu ævintýri og öll stóðu sig framúrskarandi vel og reyndar kom okkur á óvart þessi mikli fjöldi hæfileikaríkra söngvara, leikara, dansara. Það leyndi sér ekki að allur hópurinn var hæfileikaríkur en eins og allir skilja þurfum við að horfa til þess hver passar í hlutverkin og við getum aðeins boðið litlum hluta hópsins að taka þátt í sýningunni. 

22. Apríl 2018

Blái hnötturinn fékk tvenn verðlaun á Sögum


Blái hnötturinn fékk tvenn verðlaun þegar SÖGUR, verðlaunuhátíð barna, fór fram í fyrsta sinn í kvöld í Eldborgarsal Hörpu. Blái hnötturinn var valinn leiksýning ársins og krakkarnir í Bláa hnettinum fengu verðlaun sem leikarar og leikkonur ársins. Um 2.000 börn á aldrinum 6-12 ára höfðu kosið það besta á sviði tónlistar, bókmennta, sjónvarps og leikhúss, auk þess sem skapandi börn voru verðlaunuð.

20. Apríl 2018

Matthildur - Hverjir komust áfram?


TAKK FYRIR AÐ KOMA Í PRUFURNAR FYRIR MATTHILDI!

Við í Borgarleikhúsinu viljum þakka öllum þeim börnum sem komu í prufu fyrir hlutverk í Matthildi kærlega fyrir. Þau stóðu sig einstaklega vel og var mjög gaman að hitta þau öll. Það voru rúmlega 1100 krakkar sem komu í fyrstu prufuna og því mjög vandasamt verk að velja áfram í næstu umferð í prufunum.  

14. Apríl 2018

1119 krakkar skráðu sig í áheyrnarprufur fyrir Matthildi


Alls mættu 1119 krakkar í Borgarleikhúsið á miðvikudaginn til þess að skrá sig í opnar áheyrnarprufur fyrir söngleikinn Matthildi sem verður frumsýndur í mars 2019. Áheyrnarprufurnar, sem fara fram næstu daga í leikhúsinu, eru fyrir krakka sem eru fæddir á árunum 2006 til 2011 og ljóst að það er mikill áhugi á krökkum á þessum aldri. Skráningin gekk vel fyrir sig þrátt fyrir mikinn fjölda og þrátt að röðin hafi á tímabili náð um allt anddyri Borgarleikhússins, út á bílastæði og þaðan lengra en næsti inngangur í Kringluna.

13. Apríl 2018

Fólk, staðir og hlutir – frumsýning í kvöld


Í kvöld, föstudagskvöldið 13. apríl, verður leikritið Fólk, staðir og hlutir frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins. Um er að ræða verk eftir breska leikskáldið og leikstjórann Duncan Macmillan og gekk fyrir fullu húsi á West End í London árið 2015. Duncan Macmillan mætir einmitt til landsins í dag til að verða viðstaddur frumsýninguna. 

12. Apríl 2018

Sýningin sem klikkar sýnd í kvöld


Sýningin sem klikkar verður sýnd í kvöld, fimmtudaginn 12. apríl, samkvæmt áætlun. Eins og komið hefur fram í fréttum varð slys á sýningunni miðvikudagskvöldið 11. apríl sem varð til þess að stöðva þurfti sýninguna. 

5. Apríl 2018

Áheyrnarprufur fyrir söngleikinn Matthildi


Miðvikudaginn 11. apríl kl.15 verður skráning í opnar áheyrnarprufur fyrir söngleikinn Matthildi sem verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í mars 2019. Gengið er inn hjá miðasölu Borgarleikhússins. Áheyrnarprufurnar eru fyrir krakka sem eru fæddir á árunum 2006 til 2011 og eru allir velkomnir. Forskráningarblað fyrir áheyrnarprufurnar má sækja hér. Á skráningardeginum verða teknar ljósmyndir af öllum umsækjendum og þeim úthlutaður tími fyrir sjálfa prufuna.

26. Mars 2018

Sýningin sem klikkar frumsýnd um helgina


Um helgina var leikritið Sýningin sem klikkar frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Um er að ræða gamanleik frá árinu 2012 eftir þá Henry Lewis, Henry Shields og Jonathan Sayer í íslenskri þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar og leikstjórn Halldóru Geirharðsdóttur. 

21. Mars 2018

Elly í gull


Leikhópur, hljómsveit og aðstandendur sýningarinnar Elly í Borgarleikhúsinu fengu afhenta gullplötu að lokinni sýningu á Stóra sviðinu síðastliðinn laugardag. Plata sem var gefin út með lögum úr sýningunni hefur selst í yfir 3000 eintökum, en selja þarf 2500 eintök til þess að fá gullplötu.

19. Mars 2018

Frumsýning á Rocky Horror


Föstudagskvöldið 16. mars var frumsýning á Rocky Horror á Stóra sviði Borgarleikhússins. Mikil eftirvænting hefur verið eftir þessari sýningu og má sem dæmi nefna að forsölumet var slegið á fyrsta degi forsölunnar þegar um 4500 miðar seldust á einum sólarhring og núna er uppselt á yfir 30 sýningar.

7. Mars 2018

Breytingar á miðadreifingu í Borgarleikhúsinu


Við viljum vekja athygli á breytingum sem ganga í gildi í Borgarleikhúsinu frá og með fimmtudeginum 8. mars nk. Þá verða allir aðgöngumiðar sendir rafrænt með strikamerki sem skannað er við komuna í leikhúsið. Ósóttir miðar verða ekki lengur hjá dyraverði eins og verið hefur og því hvetjum við gesti til að prenta út rafrænu miðana sína eða hafa þá klára í snjallsímum sínum. Miðarnir, hvort sem þeir eru útprentaðir eða á símaskjá, verða svo skannaðir hjá dyraverði.

2. Mars 2018

Borgarleikhúsið tilnefnt til íslensku auglýsingaverðlaunanna


Borgarleikhúsið var í gær tilnefnt til Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna, í flokki veggspjalda fyrir sýningarnar 1984 og Rocky Horror. Alls voru fimm veggspjöld tilnefnd í þessum flokki og sem fyrr segir á Borgarleikhúsið, og auglýsingastofan ENNEMM sem er samstarfsaðili leikhússins, tvö af þeim.

23. Febrúar 2018

Himnaríki og helvíti kvaddi Stóra sviðið


Í gær, fimmtudaginn 22. febrúar var sýningin Himnaríki og helvíti, leikrit byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins, sýnd í síðasta skipti á Stóra sviði Borgarleikhússins. Um er að ræða eitt umtalaðasta stórvirki íslenskra bókmennta á síðari tímum.

11. Febrúar 2018

Blái hnötturinn kveður í dag


Í dag, sunnudaginn 11. febrúar, verður síðasta sýningin á Bláa hnettinum, barnaleikritinu sem er byggt á samnefndri bók Andra Snæs Magnasonar. Sýningin verður sýnd í 66. skipti í dag og alls hafa um 35 þúsund manns séð hana á Stóra sviði Borgarleikhússins. Leikritið hefur farið sigurför um heiminn frá því það var frumsýnt árið 2001 og unnið til fjölda verðlauna.

5. Febrúar 2018

Fimmtíuþúsundasti gesturinn á Elly


Í gær, sunnudagskvöldið 4. febrúar, kom fimmtíuþúsundasti gesturinn á sýninguna Elly í Borgarleikhúsinu. Sýningin, sem fjallar um ævi og ástir Ellyjar Vilhjálms, hefur nú verið sýnd 120 sinnum, 54 sinnum á Nýja sviðinu síðasta vor og 66 sinnum síðan hún var færð yfir á Stóra sviðið í haust, og alltaf fyrir fullu húsi.

31. Janúar 2018

Forsalan á Rocky Horror hefst á morgun


Forsala fyrir söngleikinn Rocky Horror hefst á morgun fimmtudaginn 1. febrúar, en verkið verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins föstudaginn 16. mars. Fyrstu 500 miðunum sem keyptir verða á staðnum í miðasölu Borgarleikhússins fylgir miði á opna æfingu og þar með einstakt tækifæri að vera í hópi þeirra fyrstu sem sjá brot úr sýningunni. Þá verður miðinn einnig á sérstökum forsöluafslætti fyrsta daginn hvort sem keypt er á borgarleikhus.is eða í miðasölunni.

20. Janúar 2018

Sýningin á Himnaríki og helvíti fellur niður sunnudaginn 21. janúar


Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður í kvöld, sunnudagskvöldið 21.janúar, vegna veikinda. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Miðasalan mun hafa samband við þá sem eiga miða á sýninguna. Þeir sem vilja frekari upplýsingar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við miðasölu Borgarleikhússins í síma 568 8000.

17. Janúar 2018

Opinn samlestur á Rocky Horror


Fimmtudaginn 18. janúar verður opinn samlestur á söngleiknum Rocky Horror á Stóra sviði Borgarleikhússins og munu leikarar lesa verkið ásamt því að syngja lögin við píanóundirleik. Samlesturinn hefst kl. 13 og eru gestir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Sýningin verður frumsýnd föstudaginn 16. mars.

13. Janúar 2018

Harmleikurinn Medea frumsýndur


Í kvöld, laugardagskvöldið 13. janúar, verður harmleikurinn Medea frumsýndur á Nýja sviði Borgarleikhússins. Leikskáldið Evripídes skrifaði harmleikinn um Medeu fyrir meira en 2400 árum. Hann hefur verið settur upp oftar en nokkur annar harmleikur í leiklistarsögunni og endurskrifaður aftur og aftur í gegnum tíðina. 

11. Janúar 2018

Himnaríki og helvíti frumsýnt í kvöld


Í kvöld fimmtudaginn 11. janúar, á 121. afmælisdegi Leikfélags Reykjvíkur, verður leikritið Himnaríki og helvíti frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins. Um er að ræða nýtt íslenskt leikrit byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar, bókunum Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins – einu umtalaðasta stórvirki íslenskra bókmennta á síðari tímum.

6. Janúar 2018

Barnaleikritið Skúmaskot frumsýnt


Leiktritið Skúmaskot er frumsýnt í dag, laugardaginn 6. janúar, á Litla sviði Borgarleikhússins. Um er að ræða nýtt íslenskt leikritið spennandi og bráðfyndið fyrir krakka frá 8 ára aldri eftir Sölku Guðmundsdóttur sem var leikskáld hússins á síðasta leikári. Leikstjóri sýningarinnar er Gréta Kristín Ómarsdóttir.

1. Janúar 2018

Brynhildur sæmd riddarakrossi


Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona í Borgarleikhúsinu, var í dag sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Riddarakrossinn fékk hún fyrir framlag sitt til íslenskrar leiklistar. Alls voru 12 manns sæmdir riddarakrossi á Bessastöðum í dag. 

15. Desember 2017

Hundrað sinnum Elly


Fimmtudagskvöldið 14. desember var hunduðasta sýningin á Elly í Borgarleikhúsinu og hafa allar þessar hundrað sýningar verið fyrir fullum sal. Elly var frumsýnd á Nýja sviðinu laugardaginn 18. mars en var svo færð yfir á Stóra sviðið eftir gríðarlegar vinsældir í vor og sumar.

7. Desember 2017

Kristín ráðin framkvæmdastjóri Borgarleikhússins


Kristín Ögmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Borgarleikhússins. Auglýst var eftir umsóknum í starfið í október sl. en alls bárust 37 umsóknir um starfið.

9. Nóvember 2017

Fimmtu bekkingar í Reykjavík á Bláa hnettinum


Borgarleikhúsið bauð öllum 5. bekkingum í grunnskólum Reykjavíkur að sjá Bláa hnöttinn í ár og var þriðja og síðasta sýningin í dag, fimmtudag. Undanfarin fjögur ár hefur Borgarleikhúsið boðið öllum 10 ára börnum í Reykjavík að sjá verðlaunaleikritið Hamlet litla og er það liður í að opna og kynna leikhúsið. 

8. Nóvember 2017

Leikritið Kartöfluæturnar gefið út á bók


Leikritið Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem er sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins, hefur verið gefið út á bók. Verkið hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur bæði hjá gagnrýnendum og leikhúsgestum.

2. Nóvember 2017

Aðalfundur Leikfélags Reykjavíkur


Aðalfundur Leikfélags Reykjavíkur, rekstraraðila Borgarleikhússins, var haldinn 30. október 2017. Í ársreikningi fyrir leikárið 2016-2017 kemur fram að heildarvelta félagsins jókst úr 1.454 mkr. í 1.659 mkr. eða um 14%.  Á sama tíma varð 7% hækkun á rekstrargjöldum þess. 

26. Október 2017

Frumsýning á Natan í kvöld


Í kvöld, fimmtudagskvöldið 26. október, verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins leikritið Natan sem er unnið í samstarfi við leikhópinn Aldrei óstelandi. Í verkinu er fjallað um morðið á Natani Ketilssyni og Pétri Jónsyni á Illugastöðum í Húnavatnssýslu í mars árið 1828. Málið er eitt þekktasta og umtalaðasta sakamál  Íslandssögunnar og leiddi til síðustu aftökunnar hér á landi. 

25. Október 2017

Opinn samlestur á Medeu


Föstudaginn 27. október kl. 13 verður opinn samlestur á leikritinu MEDEA sem verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins 29. desember. Samlesturinn verður einmitt á því sviði og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir.

23. Október 2017

Guð blessi Ísland var frumsýnd á föstudaginn


Á föstudagskvöldið var sýningin Guð blessi Ísland frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins, en þetta var fyrsta frumsýning leikársins á því sviði. Leikritið er eftir þá Mikael Torfason og Þorleif Örn Arnarsson, en sá síðarnefndi er einnig leikstjóri sýningarinnar. 

28. September 2017

Björn Leó nýtt leikskáld Borgarleikhússins


Björn Leó Brynjarsson hefur verið valinn nýtt leikskáld Borgarleikhússins fyrir leikárið 2017 til 2018, en tilkynnt var um valið á athöfn í Borgarleikhúsinu í dag. Hann tekur við af Sölku Guðmundsdóttur en það er Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur undir forystu Vigdísar Finnbogadóttur sem velur leikskáldið. 

25. September 2017

Áhrifamikið innlegg inn í samtímann


Leikritið 1984 var frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudaginn 15. september og var jafnframt fyrsta frumsýning leikársins. Sagan er byggð á skáldsögu George Orwell sem hann skrifaði árið 1948, leikgerðin er nýleg eftir þá Duncan Macmillan og Robert Icke. Eiríkur Örn Norðdahl þýddi verkið yfir á íslensku og leikstjóri þess er Bergur Þór Ingólfsson.

21. September 2017

Kartöfluæturnar - frumsýning í kvöld


Í kvöld verður önnur frumsýning vetrarins í Borgarleikhúsinu þegar að nýtt íslenskt verk, Kartöfluæturnar, verður frumsýnt á Litla sviðinu. Höfundur verksins er Tyrfingur Tyrfingsson og leikstjóri er Ólafur Egill Egilsson.

20. September 2017

Siguður Pálsson rithöfundur og leikskáld er látinn 69 ára að aldri


Sigurður Pálsson fæddist 30. júlí 1948 á Skinnastað í Norður-Þingeyjarsýslu, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, stundaði frönskunám í Toulouse og París í Frakklandi og nam leikhúsfræði og bókmenntir við Sorbonne háskóla. Þá lauk hann einnig námi í kvikmyndaleikstjórn. 

6. September 2017

Breytingar í stjórn Leikfélags Reykjavíkur


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur látið af störfum sem formaður Leikfélags Reykjavíkur vegna annarra starfa.  Eggert Benedikt Guðmundsson, sem verið hefur varaformaður, hefur tekið við sem formaður félagsins. Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir er nýr varaformaður, en Ármann Jakobsson tekur við starfi ritara af Ingibjörgu.  Bessí Jóhannsdóttir kemur inn í stjórnina sem meðstjórnandi, en var áður varamaður.  Himar Oddsson er áfram meðstjórnandi og Finnur Oddsson varamaður.  Nýr varamaður er Védís Hervör Árnadóttir.

1. September 2017

Fjölmennt Leikhúskaffi fyrir sýninguna 1984


Fimmtudaginn 31. ágúst var haldið svokallað Leikhúskaffi þar sem leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuður sýningarinnar 1984, sem verður frumsýnd 15. september á Nýja sviði Borgarleikhússins, kynntu verkið og þeirra nálgun fyrir gestum. 

25. Ágúst 2017

Kristín endurráðin sem leikhússtjóri


Stjórn Leikfélags Reykjavíkur hefur endurráðið Kristínu Eysteinsdóttur í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins til 31. júlí árið 2021, en ákvörðun um þetta var tekin á fundi stjórnarinnar í sumar. Leikhússtjóri heyrir undir stjórn LR og starfar í umboði hennar, til fjögurra ára í senn. Leikhússtjóri fer með yfirstjórn og yfirumsjón með öllum leikhúsrekstri í Borgarleikhúsinu. Hann ber listræna ábyrgð á starfseminni og rekstrarlega ábyrgð gagnvart stjórn LR.

22. Ágúst 2017

Kortasalan fyrir nýtt leikár hafin


Opnað hefur verið fyrir sölu áskriftarkorta fyrir nýtt leikár og upplýsingar um allar sýningar leikársins má nú finna í Borgarleikhúsblaðinu. Blaðinu verður dreift í hús á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum í vikunni, en einnig er hægt að skoða það rafrænt hér á síðunni. Auk þess er fólki boðið á sérstakan Kynningarfund fyrir komandi leikár sunnudaginn 27. ágúst. 

21. Ágúst 2017

Rannsaka morðin á Natani og Pétri


Í október verður frumsýnt nýtt íslenskt verk á Litla sviði Borgarleikhússins um ein þekktustu sakamál Íslandssögurunnar og síðustu aftökurnar á Íslandi. Verkið, sem er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og leikhópsins Aldrei óstelandi, verður sett upp sem rannsókn á tildrögum morðanna og verður því leikstýrt af Mörtu Nordal.

17. Ágúst 2017

Þorleifur og Mikael saman í nýju íslensku verki


Í október verður sett upp nýtt íslenskt verk á Stóra sviði Borgarleikhússins eftir þá Þorleif Örn Arnarsson og Mikael Torfason, en þetta er í fyrsta skipti sem þeir sameina krafta sína eftir einstaklega vel heppnaða sviðsetningu á Njálu fyrir tveimur árum. Í þetta skipti er einnig unnið með þekkta íslenska sögu þó svo að viðfangsefnið sé nær nútímanum.

14. Ágúst 2017

Medea frumsýnd um jólin


Um jólahátíðirnar verður verkið MEDEA frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í leikstjórn Hörpu Arnarsdóttur og í þýðingu og leikgerð Hrafnhildar Hagalín. Leikritið, sem er skrifað fyrir 2400 árum af Evrípídes, hefur verið sett á svið um allan heim.

9. Ágúst 2017

Umsóknir fyrir Leiklistarskóla Borgarleikhússins


Það styttist í að Leiklistarskóli Borgarleikhússins taki til starfa á ný. Á síðasta leikári var skólinn settur á fót og er ætlunin að stækka hann á þessu leikári með því að taka við fleiri nemendum og fjölga um einn kennara. Verið er að ráða í stöður kennara um þessar mundir. Hægt er að sækja um skólavist í Leiklistarskóla Borgarleikhússins fyrir næsta leikár með því að fylla út umsóknareyðublað (sjá hér) og skila inn hjá móttöku Borgarleikhússins eða senda á leiklistarskoli@borgarleikhus.is.Skilafrestur umsóknareyðublaða er til og með 29. ágúst.

8. Ágúst 2017

Allt klikkar á leiksýningu


Næsta vor verður sett upp þekkt breskt leikrit á Nýja sviði Borgarleikhússins í leikstjórn. Leikritið heitir upprunalega The play that goes wrong og fékk Olivier-verðlaunin sem besti gamanleikurinn í Bretlandi árið 2015 og var nýverið frumsýnt á Broadway. Í Borgarleikhúsinu verður það sett upp í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar og verður Halldóra Geirharðsdóttir leikstjóri verksins.

26. Júlí 2017

Úr einum söngleik í annan


Ekki er langt síðan síðustu tónarnir í ABBA söngleiknum MAMMA MIA! voru slegnir á Stóra sviði Borgarleikhússins og ekki er langt þar til undirbúningur fyrir næsta söngleik hefst fyrir alvöru. Eins og frægt er orðið verður söngleikurinn frægi Rocky Horror settur upp næsta voru og verður hann frumsýndur um miðjan mars. Þar mun Páll Óskar stíga aftur á svið sem Frank – N – Furter ásamt hópi framúrskarandi leikara, dansara og tónlistarmanna í þessum vinsæla og lofaða söngleik.

15. Júlí 2017

Fyrsta frumsýning leikársins verður 15. september


Föstudaginn 15. september, eftir slétta tvo mánuði, verður fyrsta frumsýning nýs leikárs í Borgarleikhúsinu þegar verkið fræga, 1984, verður sett upp á Nýja sviði leikhússins. Um er að ræða verk byggt á sígildri skáldsögu George Orwell og er af mörgum talin ein sú merkasta síðari tíma ekki síst vegna þess hversu margt í þessari 70 ára gömlu framtíðarsýn á vel við í dag.

14. Júlí 2017

Miðasalan opnar aftur um miðjan ágúst


Miðasala Borgarleikhússins er lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks og opnar aftur í ágúst.

Hægt er að kaupa gjafabréf á þjónustuborði Kringlunnar. Fyrir upplýsingar og miðakaup þangað til er bent á borgarleikhus.is.

12. Júlí 2017

Vesturport og Borgarleikhúsið á mörkum sannleika og lygi


Leikritið Fólk, staðir, hlutir, eða People, places, things eins og það heitir á frummálinu, verður sýnt næsta vor á Litla sviði Borgarleikhússins. Verkið er unnið í samstarfi við Vesturport og Þjóðleikhúsið í Osló, en það verður fyrst sett upp þar. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir verkinu en hann leikstýrði einnig sýningunni Elly sem sló í gegn á Nýja sviði Borgarleikhússins í vor og verður sett upp á Stóra sviðinu í haust. 

10. Júlí 2017

Veröld Lóaboratoríum á svið í Borgarleikhúsinu


Teiknimyndasögur eftir skopmyndateiknarann Lóu Hjálmtýsdóttur verða að leiksýningu á Litla sviði Borgarleikhússins næsta vetur í nýju íslensku verki sem hefur fengið nafnið Lóaboratoríum. Leikritið, sem er skrifað af Lóu sjálfri, er samvinnuverkefni Borgarleikhússins og Sokkabandsins og verður Dóra Jóhannsdóttir leikstjóri þess.

4. Júlí 2017

Nýtt íslenskt verk eftir Tyrfing á Litla sviðið


Kartöfluæturnar er nýtt íslenskt verk eftir Tyrfing Tyrfingssons sem verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins síðar hluta septembermánaðar. Verk Tyrfings sem hafa áður verið sett á svið í leikhúsinu, Auglýsing ársins og Bláskjár, nutu mikilla vinsælda og fengu góða umfjölluna.

22. Júní 2017

Leikskáld Borgarleikhússins


Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum fyrir Leikskáld Borgarleikhússins. Stjórn sjóðsins velur leikskáld úr hópi umsækjenda sem býðst eins árs samningur við Borgarleikhúsið. Laun sem eru greidd mánaðarlega taka mið af starfslaunum listamanna. Skáldið fær aðstöðu í leikhúsinu, vinnur þar á samningstímanum og verður hluti af starfsliði Borgarleikhússins og mun  njóta aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra og leiklistarráðunauta. 

21. Júní 2017

Borgarleikhúsið með flest Grímuverðlaun


Sýningar frá Borgarleikhúsinu fengu flest verðlaun þegar Grímuverðlaunin, íslensku sviðslistaverðlaunin, voru afhent, alls 9 talsins. Sýningin Blái hnötturinn sem var sýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins var sigurvegari Grímunna og fékk alls fjögur verðlaun sem var meira en nokkur önnur sýning. Sýningin Fórn sem er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins var valin sýning ársins. 

16. Júní 2017

ABBA ævintýrinu lokið


Það var tilfinningarík stund á Stóra sviði Borgarleikhússins þegar tjaldið féll í síðasta skipti fyrir fullum sal á Mamma Mia, ABBA söngleiknum sem hefur slegið í gegn síðustu misseri. 

15. Júní 2017

María Hrund ráðin markaðsstjóri Borgarleikhússins


María Hrund Marinósdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Borgarleikhússins og mun hefja störf þann 1. ágúst næstkomandi.

11. Júní 2017

Mamma Mia verður sýnd í kvöld, sunnudagskvöld


Sýningar á Mamma Mia á Stóra sviði Borgarleikhússins hefjast aftur í kvöld, sunnudagskvöldið 11. júní, kl. 20. Staðfest hefur verið að sviðs- og tækjabúnaður virki vel og því unnt að hefja sýningar að nýju. Leikhúsgestir sem eiga miða á þá sýningu eru boðnir velkomnir í leikhúsið sem opnar kl. 18:30.

10. Júní 2017

Mikilvæg tilkynning vegna bilunar í sviðsbúnaði


Sýningin á Mamma Mia laugardagskvöldið 10. júní fellur niður vegna bilunar sem varð í sviðsbúnaði á sýningunni í gær, föstudag, en hundruðir lítra af olíu láku á sviðið eftir að slanga fór í sundur.

Starfsfólk í miðasölu Borgarleikhússins mun hafa samband við þá sem eiga miða á sýninguna í kvöld, laugardagskvöld. Unnið er hörðum höndum að því að þrífa sviðið og búnað til þess að hægt verði að meta hvenær sýningar geta hafist að nýju.

1. Júní 2017

Borgarleikhúsið fékk flestar tilnefningar til Grímunnar


Sýningar í Borgarleikhúsinu hlutu flestar tilnefningar, alls 29, þegar tilkynnt var um tilnefningar til Grímuverðlaunanna, uppskeruhátíð sviðslistafólks sem Leiklistarsamband Ísland hefur veg og vanda að. Elly var sú sýning sem fékk flestar tilnefningar, alls átta talsins. 

23. Maí 2017

Mávurinn til Macao


Mánudagsmorguninn 22. maí lagði hópur frá Borgarleikhúsinu af stað í tíu daga ferð til Macao í Kína. Þar mun hópurinn sýna leikritið Mávinn eftir Anton Tsjékhov í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur, sem var settur upp í húsinu leikárið 2015-16 í leikstjórn Yana Ross, á leiklistarhátíðinni Macao Cultural Arts Festival (MAF). Þau munu sýna verkið tvisvar á hátíðinni, laugardaginn 27. maí og sunnudaginn 28. maí.

17. Maí 2017

Leitin að sólinni - Leikskólasýning ársins


Dagana 15. – 18. maí 2017 er öllum elstu nemendum leikskóla Reykjavíkurborgar, ásamt kennurum þeirra, boðið upp á kynningu á töfrum leikhússins í Borgarleikhúsinu. Hugmyndin að halda sýningar sem þessa kviknaði fyrir fimm árum og í kjölfarið var sett á fót sérstök fræðsludeild. Borgarleikhúsið tók ákvörðun um að bjóða öllum fimm ára börnum og öllum 10 ára börnum í leikhús til að allir krakkar í Reykjavík hafi farið að minnsta kosti tvisvar í leikhús áður en grunnskólagöngu lýkur. 

12. Maí 2017

Útgáfuteiti vegna útgáfu leikrita á bók


Borgarleikhúsið efnir til útgáfuteitis í verslun Pennans Eymundsson við Skólavörðustíg í dag, föstudaginn 12. maí, kl. 17 í tilefni af útgáfu á þremur íslenskum leikritum sem sett hafa verið upp í húsinu á síðustu misserum. Verkin sem um ræðir eru Auglýsing ársins eftir Tyrfing Tyrfingsson, Sending eftir Bjarna Jónsson og Flóð eftir Hrafnhildi Hagalín og Björn Thors. Áður hafa verkin Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur og Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson verið gefin út á bók, en einnig verður kynning á þeim verkum.

11. Maí 2017

RVKDTR - THE SHOW frumsýnt á Litla sviðinu í kvöld


Í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. maí, frumsýna Reykjavíkurdætur rappleikinn RVKDTR - THE SHOW á Litla sviði Borgarleikhússins. Um er að ræða verk sem hópurinn samdi sjálfur þar sem lög sveitarinnar eru tengd saman með leikþáttum.

3. Maí 2017

Fyrsta æfing á 1984


Í dag, miðvikudaginn 3. maí, var fyrsti samlestur á verkinu 1984 sem verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins um miðjan september nk. Leikritið er byggt á vinsælli skáldsögu George Orwell frá árinu 1949, en bók þessi seldist upp í Bandaríkjunum seldist upp á vef Amazon í byrjun þessa árs eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

28. Apríl 2017

Vísindasýning Villa kveður Litla sviðið


Um helgina, sunnudaginn 30. apríl kl. 13, verður Vísindasýning Villa sýnd í síðasta skiptið á Litla sviði Borgarleikhússins. Vilhelm Anton Jónsson og Vala Kristín Eikríksdóttir, Villa og Vala, hafa kynnt fróðleiksfúsum krökkum á öllum aldri fyrir leyndardómum vísinda og leiklistar alveg frá því að verkið frá frumsýnt í febrúar sl. 

12. Apríl 2017

Lokað um páskana


Borgarleikhúsið og miðasala þess verður lokuð frá kl. 17 miðvikudaginn 12. apríl þar til þriðjudaginn 18. apríl kl. 10. Áfram verður hægt að kaupa miða og finna upplýsingar um sýningar á heimasíðunni, borgarleikhus.is

4. Apríl 2017

Undirritun samstarfssamnings við Valitor


Áframhaldandi samstarf Borgleikhússins og Valitor var staðfest í liðinni viku þegar Sigurhans Vignir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Valitor, og Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, undirrituðu samstarfssamning. Valitor og Borgarleikhúsið hafa átt í samstarfi í um áratug og er mikil ánægja með það samstarf hjá báðum aðilum.

31. Mars 2017

Elly á Stóra sviðið í haust


Leiksýningin Elly, sem fjallar um eina dáðustu söngkonu Íslands, Elly Vilhjálms, verður flutt á Stóra svið Borgarleikhússins í haust. Verkið var frumsýnt þann 18. mars sl. og hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur jafnt hjá áhorfendum sem gagnrýnendum.

25. Mars 2017

Gestasýningin Aftur-á-bak frumsýnd í kvöld


Gestasýningin AFTUR-Á-BAK (We-Who-Live-Backwards) verður frumsýnd í salnum á 3. hæð Borgarleikhússins í kvöld, laugardagskvöld kl. 20. Í verkinu veitir Marwan Arkawi áhorfendum innsýn inn í veröld innflytjenda og hælisleitanda og hans eigin samskipti við Útlendingastofnun, en hann flúði frá Sýrlandi og er nú búsettur í Svíþjóð.

22. Mars 2017

Framtíð leikritunar á Íslandi


Mánudagskvöldið 27. mars verður umræðukvöld í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, á vegum Rithöfundasambands Íslands undir heitinu Sviðslistir í brennidepli – Framtíð leikritunar á Íslandi. 

18. Mars 2017

Frumsýning á Elly á Nýja sviðinu í kvöld


Í kvöld, laugardaginn 18. mars, verður frumsýnt nýtt íslenskt verk um Elly Vilhjálms í Borgarleikhúsinu í samstarfi við Vesturport. Elly var óumdeilanlega ein dáðasta söngkona landsins á sínum ferli og má vel færa rök fyrir því að hún sé það enn í dag. 

15. Mars 2017

Ein dáðasta söngkona landsins, Elly Vilhjálms


Elly er fædd árið 1935 og þessi hægláta Suðurnesjastúlka var í senn ákveðin og röggsöm heimskona og feimin sveitastúlka, sem heillaði með einstakri rödd sinni og söngtúlkun. 

9. Mars 2017

Listahátíðin Fórn frumsýnd eftir viku


Listahátíðin Fórn, samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins, LÓKAL og Borgarleikhússins, verður frumsýnd fimmtudaginn 16. mars. Um er að ræða glæsileg listahátíð sem kannar tengsl listsköpunar og trúar og tekist er með nýstárlegum hætti á við ritúalið í hversdagsleika lífs og listar.

4. Mars 2017

Úti að aka frumsýnt á Stóra sviðinu í kvöld


Í kvöld, laugardagskvöldið 4. mars, verður farsinn Úti að aka frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins. Um er að ræða farsa af bestu gerð sem kallar fram mikil hlátrasköll áhorfenda. 

3. Mars 2017

Páll Óskar verður Frank-N-Furter á ný


Í mars árið 2018 verður söngleikurinn Rocky Horror frumsýndur í Borgarleikhúsinu og mun Páll Óskar Hjálmtýrsson fara með aðalhlutverkið, hlutverk Frank-N-Furter.

14. Febrúar 2017

Örfáar aukasýningar á Illsku


Óskabörn ógæfunnar í samstarfi við Borgarleikhúsið verða með örfáar aukasýningar í mars, á hinu magnaða verki Illsku en sýningin hætti fyrir fullu húsi sl. vor. 

16. Janúar 2017

Auglýst eftir samstarfsverkefnum


Borgarleikhúsið hýsir á hverju ári a.m.k. tvö verkefni sjálfstæðra leikhópa. Verkefnin eru valin í samvinnu við borgaryfirvöld og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL) 

11. Janúar 2017

Glænýr smáréttamatseðill


Í tilefni af 120 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur kynnum við glænýjan smáréttamatseðil á Leikhúsbarnum okkar. Nú gefst leikhúsgestum tækifæri til að mæta fyrr en húsið opnar kl 18:30 með miklu úrvali af smáréttum.  Ekki þarf að panta fyrirfram en gott er að panta á heimasíðu okkar ef þú vilt tryggja þér ákveðinn disk. Einnig bjóðum við ennþá upp á Tapas, snittur og MAMMA MIA! Máltíðir en panta þarf þá rétti með sólarhrings fyrirvara. 


11. Janúar 2017

120 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur


Leikfélag Reykjavíkur fagnar 120 ára afmæli sínu en það var stofnað 11. janúar 1897. 

Félagið er elsta leikfélag sem starfað hefur óslitið á Íslandi og er jafnframt eitt elsta starfandi menningarfélag landsins.  Leikfélag Reykjavíkur var frá upphafi mjög metnaðarfullt og félagarnir tilbúnir að leggja hart að sér til að standa fyrir sýningum í  hæsta gæðaflokki en í 14. grein stofnlaga félagsins stóð ,,allir fyrir einn og einn fyrir alla…“  - það endurspeglar hugsjónir félagsins og samstöðu félaganna sem hefur haldist til þessa dags. Leikfélag Reykjavíkur hafði lengi aðsetur í Iðnaðarmannahúsinu eða Iðnó við Tjörnina en flutti í Borgarleikhúsið árið 1989. Starfsemi félagsins er styrkt að stærstum hluta af Reykjavíkurborg og setur upp allt að 15 leiksýningar á ári hverju.


3. Janúar 2017

Opinn samlestur á Úti að aka


Fimmtudaginn 5. janúar kl 12 verður opinn samlestur á verkinu Úti að aka eftir Ray Cooney. Þetta er liður í því að opna leikhúsið og skapa skemmtilegan formála að væntanlegum sýningum. Fyrsta skrefið í æfingum leikrita er svokallaður samlestur. Í Úti að aka er einvala hópur leikara undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. 

19. Desember 2016

Tónlistin úr Bláa hnettinum er komin út


Tónlist Kristjönu Stefánsdóttur úr leikritinu Blái hnötturinn er komin út á disk.  Bergur Þór Ingólfsson semur texta. 

Diskurinn fæst í miðasölu Borgarleikhússins og kostar 2500 kr. 

6. Desember 2016

Námskeið um Elly hjá EHÍ


Endurmenntun Háskóla Íslands og Borgarleikhúsið taka höndum saman á ný og efna til námskeiðs um Elly. 

23. Nóvember 2016

Gunnar Eyjólfsson er látinn


Gunnar þreytti frumraun sína árið 1945, í sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Kaupmanni í Feneyjum. Hann stundaði nám við Royal Academy of Dramatic Art í Lundúnum 1945-47 og lék um skeið í Stratford og London. Gunnar var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið frá árinu 1961 og lék þar fjölda burðarhlutverka, meðal annars titilhlutverkin í Pétri Gaut, Hamlet ...

18. Nóvember 2016

Laxness og Garbo


Halldór Kiljan Laxness ætlaði sér að verða frægur í Hollywood. Hann hafði sem ungur maður brennandi áhuga á kvikmyndum og skrifaði árið 1927 vini sínum Erlendi í Unuhúsi:  

„Ég fann hjá mér alveg óstjórnlega löngum til að fara til Hollywood og semja 10 kvikmyndir. Ég er sannfærður um að ekkert liggur fyrir mér eins og kvikmyndin." Allir þekkja söguna um Sölku Völku...

14. Nóvember 2016

Sölku Völku námskeið


Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á Sölku Völku námskeið í samvinnu við Borgarleikhúsið. 

7. Nóvember 2016

Æfingar hafnar á Sölku Völku


Í síðustu viku hófust æfingar á Sölku Völku sem frumsýnd verður 30. desember.  Leikstjóri er Yana Ross sem hlaut mikið lof fyrir leikstjórn á Mávinum fyrr á árinu. 

4. Nóvember 2016

Frumsýning á Brot úr hjónabandi


Föstudaginn 4.nóv frumsýnum við á litla sviðinu Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman. Ólafur Egill Egilsson leikstýrir verkinu. 

3. Nóvember 2016

Samlestur á Ræmunni


Þriðjudaginn 1.nóv var opinn samlestur á verkinu Ræman eftir Annie Baker. 

19. Október 2016

Síðasta sýning á Sendingu


Fimmtudaginn 20. október kl. 20:00 verður síðasta sýning á verkinu Sendingu eftir Bjarna Jónsson. 

14. Október 2016

100. sýning á MAMMA MIA!


Föstudaginn 14. október kl. 20:00 verður 100. sýning á MAMMA MIA!  og hefur sýningin gengið fyrir fullum sal síðan frumsýnt var í mars síðastliðinn. 

10. Október 2016

Kveðjum Eddu Heiðrúnu Backman


  Edda Heiðrún átti einstaklega farsælan feril sem leikkona fram til ársins 2004 þegar hún þurfti að hverfa af leiksviðinu vegna veikinda sinna. Þá sneri hún sér að leikstjórn og leikstýrði sýningum bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. 

Edda Heiðrún lék í fjölda verka hjá Leikfélagi Reykjavíkur en meðal eftirminnilegra hlutverka hennar eru t.d. Dollí í Djöflaeyjunni, Paula í Spanskflugunni, Mimi í Evu Lunu og Sally Bowles í Kabarett. Þá leikstýrði hún Sölku Völku á Stóra sviðinu Borgarleikhússins árið 2006.

3. Október 2016

Hannes og Smári frumsýnt föstudaginn 7. okt


Hannes og Smári, „annað sjálf“ okkar kraftmiklu leikkvenna Halldóru Geirharðsdóttur og Ólafíu Hrannar Jónsdóttur, í hárbeittum nýjum gamanleik sem frumsýndur verður á litla sviði Borgarleikhússins föstudaginn 7. okt kl 20:00 

21. September 2016

Blái hnötturinn frumsýnt 24. sept.


Laugardaginn 24. september kl. 13:00 frumsýnir Borgarleikhúsið Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Bergur Þór Ingólfsson gerir nýja leikgerð ásamt því að leikstýra. Kristjana Stefánsdóttir semur nýja tónlist við verkið, Chantelle Carey er danshöfundur og 22 börn svífa um á stóra sviðinu. 


19. September 2016

Opinn samlestur á Brot úr hjónabandi


Þriðjudaginn 20. september kl 13 verður opinn samlestur á verkinu Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman. Þetta er liður í því að opna leikhúsið og skapa skemmtilegan formála að væntanlegum sýningum. Fyrsta skrefið í æfingum leikrita er svokallaður samlestur. Þá kemur starfsfólk saman, ásamt listrænum stjórnendum og leikurum og lesa leikritið upphátt.  Allir velkomnir og heitt kaffi á könnunni.

14. September 2016

Opinn samlestur á Extravaganza


Föstudaginn 16. september kl 13:00 verður opinn samlestur á nýju verki Sölku Guðmundsdóttur, Extravaganza. Þetta er liður í því að opna leikhúsið og skapa skemmtilegan formála að væntanlegum sýningum. Fyrsta skrefið í æfingum leikrita er svokallaður samlestur. Þetta er upphaf langrar ferðar sem lýkur með pompi og prakt á frumsýningunni.  Allir velkomnir og heitt kaffi á könnunni.

31. Ágúst 2016

Opið hús laugardaginn 3. sept kl. 13:00-16:00


Laugardaginn 3. september opnum við húsið upp á gátt og bjóðum alla velkomna í heimsókn milli klukkan 13:00 og 16:00. Að venju verða skoðunarferðir um húsið, innlit á æfingar, atriði á Stóra sviðinu. Villi vísindamaður mun kynna dagskrána í forsalnum. 

24. Ágúst 2016

Leiklistarskóli Borgarleikhússins


Nú á haustdögum 2016 verður settur á fót Leiklistarskóli Borgarleikhússins. Skólinn er langþráður draumur aðstandenda, en markmið skólans er að bjóða upp á faglegt nám á grunnskólastigi í leiklist og efla þar með grunnstoðir leiklistarnáms á Íslandi.

Kennsla á haustönn hefst 12. september og lýkur 24. nóvember. 

22. Ágúst 2016

Blaðið er komið í hús!


Blaðið er stútfullt af  upplýsingum um næsta leikár sem verður afar fjölbreytt og án efa kraftmikið. 

18. Ágúst 2016

Borgarleikhúsblaðið er á leiðinni!


Prentvélarnar eru á fullu við að prenta glæsilega Borgarleikhúsblaðið okkar og er það væntanlegt í hús þriðjudaginn 23. ágúst.

22. Maí 2016

Borgarafundur í beinni


Borgarleikhúsið og Stjórnarskrárfélagið standa fyrir borgarafundi á stóra sviðinu. Fundurinn byggir á hugmyndafræði þjóðfundanna sem voru haldnir í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi.   

23. Apríl 2016

4 umferð á morgun sunnudag


Nú fer að styttast í að börnin 22 sem munu leika í Bláa hnettinum verði valin. Eftir að hafa hitt tæplega 100 börn í dag er búið að minnka hópinn og verður fjórða og síðasta prufan á morgun sunnudag 24. apríl.

22. Apríl 2016

Þessi komust áfram í 3 umferð


Hér má sjá nöfn þeirra sem hafa komist áfram í þriðju umferð í prufunum fyrir Bláa hnöttinn.  Við þökkum öllum þeim krökkum sem hafa komið í prufurnar. 

16. Apríl 2016

Hver komst áfram? Takk fyrir að koma í prufur


Við í Borgarleikhúsinu viljum þakka öllum þeim börnum sem komu í prufu fyrir hlutverk í Bláa hnettinum kærlega fyrir. Þau stóðu sig einstaklega vel og var mjög gaman að hitta þau öll. Það voru rúmlega 1300 krakkar sem komu í fyrstu prufuna og því mjög vandasamt verk fyrir listræna stjórnendur verksins að velja áfram í næstu umferð í prufunum.  

15. Mars 2016

Opnar prufur - Sagan af bláa hnettinum


Nú leitar Borgarleikhúsið að 22 börnum til að leika í fyrstu uppsetningu næsta leikárs sem er Sagan af Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason.   Allir krakkar á aldrinum 8-14 ára sem geta leikið, sungið og dansað eru velkomnir í prufu.

Skráning í prufur fer fram í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 6.apríl kl 15.

Skoðið frétt nánar til að nálgast skráningarblaðið

10. Mars 2016

MAMMA MIA! bomba í forsal


Forsalur Borgarleikhússins opnar kl. 18 fyrir sýningar á MAMMA MIA! með lifandi tónlist, leikhúsmatseðli og kokteilum.
Athugið að sumt á matseðli þarf að panta með dagsfyrirvara.

4. Febrúar 2016

Flóð „Margbrotin sýning"


Leiksýningin Flóð sem frumsýnd var á litla sviðinu 21.janúar hefur fengið glimrandi góða dóma hjá áhorfendum og gagnrýnendum.  Sýningin er unnin í nánu samstarfi við Flateyringa.

„Margbrotin sýning" BS. Kastljós

25. Janúar 2016

Opinn samlestur á Auglýsingu ársins


Miðvikudaginn 27.janúar kl 10 verður opinn samlestur á nýjum ærslafullum og andstyggilegum gleðileik eftir Tyrfing Tyrfingsson.  Allir velkomnir, ókeypis inn og heitt kaffi verður á könnunni.

6. Janúar 2016

Nýtt leikskáld Borgarleikhússins


Tilkynnt var um val á nýju leikskáldi Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í dag. Frú Vigdís Finnbogadóttir, stjórnarformaður Leikritunarsjóðs tilkynnti  Sölku Guðmundsdóttur sem næsta leikskálds Borgarleikhússins.  

22. Desember 2015

Njáluhátíð í forsalnumNjáluhátíð hefst í forsal Borgarleikhússins fyrir hverja sýningu kl 18:00 með ýmsum uppákomum.  Þar verður hægt að fá lánaða búninga, fá húðflúr, hitta leikara á vappi, kaupa kjötsúpu, sjá beina útsendingu frá leikurum í hár og förðun og fylgjast með undirbúningi á Stóra sviðinu.  Jafnframt verður boðið upp á fyrirlestur um Njálu kl 19:00 


21. Desember 2015

Mamma mia námskeið hjá Endurmenntun


Í tilefni af sviðsetningu Borgarleikhússins á söngleiknum Mamma Mia er efnt til námskeiðs um verkið og uppsetninguna. Hér verður frægasta popphljómsveit heims krufin.

5. Desember 2015

Bein útsending frá flóttamanna viðburði


Í dag laugardag kl 13-15 munu flóttamenn stíga á stóra sviðið og segja sögu sína. 

Hér má sjá beina útsendingu.

https://www.youtube.com/watch?v=3HXxZIDZcDE

4. Desember 2015

Aðalfundur Leikfélags Reykjavíkur 2013


3. Desember 2015

Flóttamenn stíga á stóra sviðið


Laugardaginn 5.des kl 13-15 munu flóttamenn stíga á stóra svið Borgarleikhússins og segja sína sögu.  Í samstarfi við Rauða krossinn blæs Borgarleikhúsið til dagskrár um málefni flóttamanna. 

26. Nóvember 2015

Leikritaútgáfa Borgarleikhússins


Borgarleikhúsið og Þorvaldur Kristinsson hafa tekið höndum saman og gefið út tvö ný íslensk leikverk. Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur og Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson. Frábær jólagjöf fyrir leikhúsáhugafólk.

24. Nóvember 2015

Höfundasmiðja


Félag leikskálda og handritshöfunda og Borgarleikhúsið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík efna til höfundasmiðju í Borgarleikhúsinu leikárið 2015-2016. 

6. Nóvember 2015

Kjartan Ragnarsson gerður að heiðursfélaga


Á síðasta aðalfundi Leikfélags Reykjavíkur var Kjartan Ragnarsson gerður að heiðursfélaga Leikfélagsins

29. Október 2015

Mávurinn fær einróma lof


Mávurinn eftir Anton Tsjékhov hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og leikhúsgesta.  

14. Október 2015

Engar sýningar falla niður hjá okkur


Að gefnu tilefni viljum við taka það fram að engar sýningar falla niður í Borgarleikhúsinu komi til verkfalls í vikunni.

1. Október 2015

Frumsýning í kvöld - Sókrates


Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina en fimmtudaginn 1.okt frumsýnum við trúðaóperuna Sókrates eftir þau Berg Þór Ingólfsson og Kristjönu Stefánsdóttur.  

4. September 2015

Billy Elliot ævintýrið heldur áfram


Fyrsta sýning á Billy Elliot eftir sumarfrí verður föstudaginn 4.sept en sýningin var frumsýnd í mars á síðasta leikari og sló rækilega í gegn.

27. Ágúst 2015

Opið hús laugardaginn 29.ágúst


Verið öll velkomin á Opið hús í Borgarleikhúsinu laugardaginn 29. ágúst á milli kl 13-16.  Við bjóðum upp á skemmtilegar uppákomur og léttar veitingar fyrir alla fjölskylduna. Áskriftarkort verða á sérstöku tilboði á Opnu húsi.
 


26. Ágúst 2015

Áhugaleikhús atvinnumannaÁhugleikhús atvinnumanna er að vinna að fimm verka röð eða kvintólógíu um mannlegt eðli. Verkin eru rannsókn á áráttuhegðun mannkyns og ófullkomleika. Þau feta sig inn í augnablikið þar sem maðurinn stendur berskjaldaður frammi fyrir guði og viðurkennir vanmátt sinn.

Þrjú verk þeirra verða sýnd í Borgarleikhúsinu í vikunni.

25. Ágúst 2015

Leikárið 2015- 2016 er hafið!


Dagskrá vetrarins hjá Borgarleikhúsinu er mjög fjölbreytt og er öllu tjaldað til. Aðsókn í Borgarleikhúsið hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og er meiri en nokkru sinni fyrr í sögu íslensks leikhúss. Fjöldi kortagesta hefur margfaldast og hafa þeir aldrei verið fleiri.


1. Júlí 2014

Sumarfrí leikhússins


17. Júní 2014

Hamlet litli - barnasýning ársins á Grímunni og …


… Borgarleikhúsið fékk flestar Grímur

14. Maí 2014

Billy Elliot prufur - Næsta umferð


6. Maí 2014

Nýr markaðsstjóri Borgarleikhússins


2. Maí 2014

Tveir nýir leiklistarráðunautar í Borgarleikhúsið


24. Apríl 2014

Leitin að Billy Elliot


10. Mars 2014

Magnús Geir kveður


28. Febrúar 2014

Nýr leikhússtjóri hefur verið valinn


10. Febrúar 2014

Mary Poppins, vinsælasta sýning íslandssögunnar …


… kveður

29. Janúar 2014

Starf leikhússtjóra Borgarleikhússins laust til …


… umsóknar

3. Janúar 2014

Mary Poppins og Jeppi á Fjalli kveðja – þurfa a …


… ð víkja fyrir nýjum verkum

18. Desember 2013

Hamlet frumsýndur á Stóra sviðinu laugardaginn …


… 11. janúar

5. Desember 2013

Jeppi á Fjalli flytur í stærra húsnæði


22. Nóvember 2013

Tvöföld frumsýningarhelgi


19. Nóvember 2013

100 sýningar á Mary Poppins


4. Nóvember 2013

Fimmtíuþúsundasti gesturinn á Mary Poppins


4. Október 2013

Frumsýning í kvöld á Jeppa á Fjalli


12. September 2013

Leikhúsferð til London í desember


29. Ágúst 2013

Opið hús í Borgarleikhúsinu á laugardag 31.ágús …


… t kl. 13–16

20. Ágúst 2013

Nýtt leikár er hafið og kynnt á fimmtudag


16. Júlí 2013

Borgarleikhúsið í sumarfríi


30. Maí 2013

Verk Borgarleikhússins hljóta samtals 40 Grímut …


… ilnefningar

7. Maí 2013

Börkur hlýtur Reumert verðlaunin


3. Apríl 2013

MARY POPPINS hefur slegið í gegn


14. Mars 2013

Halldóra Geirharðsdóttir hlaut Menningarverðlau …


… n DV 2013

1. Mars 2013

Málþing um Kjartan Ragnarsson


27. Febrúar 2013

Þorvaldur Þorsteinsson látinn


17. Febrúar 2013

Mary Poppins - Fumsýning á föstudag


6. Febrúar 2013

Ormstunga - frumsýning á föstudag


1. Febrúar 2013

Nóttin nærist á deginum frumsýnt í kvöld


21. Janúar 2013

Mary Poppins: Forsala aðgöngumiða hefst á miðvi …


… kudag, 23. janúar kl 10

18. Janúar 2013

Mary Poppins forsala hefst á miðvikudag!


3. Janúar 2013

Ólafur Darri fær hlutverk í tveimur stórum Holl …


… ywood-verkefnum

2. Janúar 2013

Stundarbrot frumsýnt á Nýja sviðinu fimmtudagi …


… nn 10. janúar

28. Desember 2012

Stundarbrot frumsýnt á Nýja sviðinu


28. Desember 2012

Jólasýning Borgarleikhússins, Mýs og menn frums …


… ýnd á laugardag

12. Desember 2012

Faust á BAM í New York


12. Desember 2012

Ferðalagið hófst í dag


29. Október 2012

Gullregn frumsýnt á Nýja sviðinu fimmtudaginn 1 …


… . nóvember

27. Október 2012

Bastarðar frumsýning í kvöld


28. September 2012

Á sama tíma að ári - frumsýning á Stóra sviðinu


21. September 2012

Rautt frumsýnt í kvöld


17. September 2012

Rautt frumsýnt á Litla sviðinu föstudaginn 21. …


… september

14. September 2012

Gulleyjan frumsýnd á Stóra sviðinu í kvöld


6. September 2012

Vinningshafar í happadrætti


31. Ágúst 2012

Opið hús í dag kl. 13


27. Ágúst 2012

Opið hús laugardaginn 1. september


24. Ágúst 2012

Nýtt, kröftugt og töfrandi leikár er hafið!