Föstudagur 16. Júní 2017

ABBA ævintýrinu lokið


Það var tilfinningarík stund á Stóra sviði Borgarleikhússins þegar tjaldið féll í síðasta skipti fyrir fullum sal á Mamma Mia, ABBA söngleiknum sem hefur slegið í gegn síðustu misseri. Leikarar áttu margir hverjir erfitt með að fela tilfinningar sínar þegar þessu margra mánaða ferðalagi sem hefur einkenndist af áður óþekktir velgegni lauk.

Alls voru sýndar um 190 sýningar og voru leikhúsgestirnir yfir 100 þúsund sem er met í íslensku leikhúsi. Þetta þýðir að leikhópurinn hefur sýnt þessa sýningu í um 570 klukkutíma, tæpa 24 sólarhringa, fyrir um þriðjung þjóðarinnar.