Miðvikudagur 7. Mars 2018

Breytingar á miðadreifingu í Borgarleikhúsinu


Við viljum vekja athygli á breytingum sem ganga í gildi í Borgarleikhúsinu frá og með fimmtudeginum 8. mars nk. Þá verða allir aðgöngumiðar sendir rafrænt með strikamerki sem skannað er við komuna í leikhúsið. Ósóttir miðar verða ekki lengur hjá dyraverði eins og verið hefur og því hvetjum við gesti til að prenta út rafrænu miðana sína eða hafa þá klára í snjallsímum sínum. Miðarnir, hvort sem þeir eru útprentaðir eða á símaskjá, verða svo skannaðir hjá dyraverði.

Áskriftarkortahafar mæta með sína miða eins og verið hefur og sýna dyraverði. Á næsta leikári verða þeir einnig strikamerkir og skannaðir við komuna í leikhúsið.

Þeir sem ekki eiga þess kost að prenta út miðana sína eða hafa þá tilbúna í snjallsímum við komuna í leikhúsið geta leitað aðstoðar hjá miðasölu. 

Þetta er gert í þeim tilgangi að stytta biðraðir við innganginn og minnka hættuna á að sýningar hefjist ekki á tilsettum tíma.

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða óskið aðstoðar hvað þetta varðar þá vinsamlegast hafið samband við miðasölu í síma 568-8000 eða á midasala@borgarleikhus.is.