Miðvikudagur 6. September 2017

Breytingar í stjórn Leikfélags Reykjavíkur


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur látið af störfum sem formaður Leikfélags Reykjavíkur vegna annarra starfa.  Eggert Benedikt Guðmundsson, sem verið hefur varaformaður, hefur tekið við sem formaður félagsins.  Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir er nýr varaformaður, en Ármann Jakobsson tekur við starfi ritara af Ingibjörgu.  Bessí Jóhannsdóttir kemur inn í stjórnina sem meðstjórnandi, en var áður varamaður.  Himar Oddsson er áfram meðstjórnandi og Finnur Oddsson varamaður.  Nýr varamaður er Védís Hervör Árnadóttir.

Leikfélag Reykjavíkur rekur Borgarleikhúsið undir samstarfssamningi við Reykjavíkurborg.  Leikhússtjóri er Kristín Eysteinsdóttir og framkvæmdastjóri Berglind Ólafsdóttir.