Fimmtudagur 9. Nóvember 2017

Fimmtu bekkingar í Reykjavík á Bláa hnettinum


Borgarleikhúsið bauð öllum 5. bekkingum í grunnskólum Reykjavíkur að sjá Bláa hnöttinn í ár og var þriðja og síðasta sýningin í dag, fimmtudag. Undanfarin fjögur ár hefur Borgarleikhúsið boðið öllum 10 ára börnum í Reykjavík að sjá verðlaunaleikritið Hamlet litla og er það liður í að opna og kynna leikhúsið. 

Þetta verkefni hefur síðustu fjögur ár verið styrkt af Reykjavíkurborg og nær jafnframt til allra elstu barna í leikskólum og 10. bekkinga í Reykjavík. Alls komu rúmlega 1500 fimmtu bekkingar á þessar þrjár sýningar.

Þar sem Blái hnötturinn sópaði til sín flestum Grímuverðlaunum í vor þá lá beinast við að bjóða grunnskólanemum að sjá þá sýningu á þessu leikári. Blái hnötturinn fékk fjórar Grímur, barnasýning ársins, danshöfundur ársins, leikmynd ársins og tónlist ársins. 

Á sunnudaginn sýnir leikhópurinn sína fimmtugustu uppseldu sýningu á Stóra sviði Borgarleikhússins og sama kvöld kemur hópurinn fram í þættinum Kórar Íslands á Stöð 2.

Á myndinni hér að neðan má sjá Hlyn Pál Pálsson, fræðslustjóra Borgarleikhússins, bjóða krakkana velkomna og fara yfir reglur leikhússins með þeim.

blai hnotturinn 5 bekkur 001