Föstudagur 3. Mars 2017

Páll Óskar verður Frank-N-Furter á ný


Í mars árið 2018 verður söngleikurinn Rocky Horror frumsýndur í Borgarleikhúsinu og mun Páll Óskar Hjálmtýrsson fara með aðalhlutverkið, hlutverk Frank-N-Furter.

Páll Óskar mun þarna endurnýja kynni sín við Frank-N-Furter, en hann fór með sama hlutverk árið 1991 í uppfærslu Leikfélags Menntaskólans við Hamrahlíð á verkinu. Á næsta ári verða því 27 ár síðan Páll Óskar steig síðast á svið í Rocky Horror og segist hann mjög spenntur að takast aftur á við þetta hlutverk.

Hér að neðan má sjá viðtal Rúv við Páll Óskar um endurkomu hans á leiksviðið.