Þriðjudagur 15. Maí 2018

Sólarplexus á Nýja sviðinu


SÓLARPLEXUS, útskriftarverk Hildar Selmu Sigbertsdóttur, verður sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í dag, þriðjudaginn 15. maí, og á morgun, miðvikudaginn 16. maí. Báðar sýningar hefjast kl. 18:15.

Verkið segir frá Önnu sem kemur í verslunarkjarnann Vesturver í ákveðnum erindagjörðum. Hana langar í pítsu, hún þarf að komast í hraðbanka og hún skuldar vini sínum vodkaflösku. Glæsileiki kjarnans kemur henni á óvart en hann hefur verið í stöðugri uppbyggingu undanfarið henni óafvitandi. Anna ætlar sér einungis að stoppa stutt í Vesturveri en lendir í óvæntum atburðum sem valda því að hún ílengist þar. Hún fer að spyrja sig spurninga um tilgang og tilgangsleysi og veltir fyrir sér hvar svörin eru að finna. Eru svörin í Sólarplexusnum, á barnum eða veit Britney Spears þau kannski? 

Í verkinu er skoðað hvernig hinn kapítalíski raunveruleiki dagsins í dag á sér ótal birtingarmyndir. Verkið tekst jafnt fram á við togstreitu þess gamla og þess nýja, andleg málefni og markaðshyggju og hvað það er að vera andlega heilbrigður.  

Og auðvitað konseptið PARTÝ. 

Frítt er inn á sýninguna og er hægt að nálgast miða hér.