Mánudagur 11. Júní 2018

Tyrfingur í Avignon


Tyrfingur Tyrfingsson fyrrverandi leikskáld Borgarleikhússins verður meðal gesta á leiklistarhátíðinni í Avignon í Frakklandi í júlí 2018. Verk Tyrfings Bláskjár verður leiklesið í nýrri franskri þýðingu þann 6. júlí nk. og er þar í hópi framsækinna ungra evrópskra leikskálda. Hér er linkur á hátíðina og viðburðinn fyrir þá sem vilja kynna sér hann nánar