Miðvikudagur 9. Ágúst 2017

Umsóknir fyrir Leiklistarskóla Borgarleikhússins


Það styttist í að Leiklistarskóli Borgarleikhússins taki til starfa á ný. Á síðasta leikári var skólinn settur á fót og er ætlunin að stækka hann á þessu leikári með því að taka við fleiri nemendum og fjölga um einn kennara. Verið er að ráða í stöður kennara um þessar mundir. Hægt er að sækja um skólavist í Leiklistarskóla Borgarleikhússins fyrir næsta leikár með því að fylla út umsóknareyðublað (sjá hér) og skila inn hjá móttöku Borgarleikhússins eða senda á leiklistarskoli@borgarleikhus.is. Skilafrestur umsóknareyðublaða er til og með 29. ágúst.

Þar sem um þróunarverkefni er að ræða þá eru því miður einungis pláss fyrir 36 nemendur, en inntökupróf verða haldin helgina 2.-3. september. Allar frekari upplýsingar um leiklistarskólann eða önnur námskeið á vegum Borgarleikhússins má nálgast með því að senda póst á leiklistarskoli@borgarleikhus.is