Leiklistarskóli

Leiklistarskóli Borgarleikhússins var settur á fót hausið 2016. Skólinn fór einstaklega vel af stað og helgast það mikið til af frábærum nemendum.  Við ætlum að halda áfram og bjóðum því nýjum nemendum skólagöngu auk þeirra sem hafa nú þegar lokið sínu fyrsta ári. 

Inntökupróf verða haldin helgina 2. og 3. september 2017. 

Markmið skólans er að bjóða upp á faglegt nám á grunnskólastigi í leiklist og efla þar með grunnstoðir leiklistarnáms á Íslandi.

Við viljum

Virkja ímyndunaraflið - vekja forvitni - styrkja sköpunargleði - skapa jákvætt umhverfi til sköpunar

Umsóknarfrestur er 29. ágúst. Hægt er að nálgast umsóknareyðublað hér. Vinsamlegast skilið útfylltu umsóknareyðublaði hjá mótttöku við starfsmannainngang Borgarleikhússins eða sendið það á leiklistarskoli@borgarleikhus.is

Skólagjöld fyrir haustönn 2017 eru 70.000 kr

Hægt er að nýta Frístundakort Reykjavíkurborgar til að greiða hluta af skólagjöldum.

Kennt er tvo tíma í senn tvisvar í viku, alls fjórar klukkustundir á viku í tíu vikur, á ellefu vikna tímabili.

Kennsla á haustönn hefst 11. september.  

Inntökuferlið

Inntökunefndin hefur það hlutverk að velja einstaklinga á hvert stig sem hún telur hafa hæfileika, getu og áhuga á að nýta sér það nám sem í boði er í leiklistarskóla Borgarleikhússins. Ekki skal túlka mat nefndarinnar á þann hátt að í því felist dómur um listæna hæfileika eða getu umsækjenda almennt. Störf inntökunefndarinnar eru trúnaðarmál og birtir hún ekki umsagnir um einstakar umsóknir.  

Fyrstu 100 sem sækja um skólavist verður boðið í prufu. Boð í prufurnar verður sent út 31. ágúst. Prufurnar fara fram 2. og 3. september í Borgarleikhúsinu á æfingasal á 4. hæð. Umsækjendur mæta í eina klukkustund, þar sem farið verður í leiklistaræfingar úti á gólfi í hóp, en í framhaldi af því mun inntökunefndin ræða stuttlega við hvern og einn umsækjanda. Mikilvægt er að umsækjendur mæti í fatnaði sem auðvelt er að hreyfa sig í og biðjum við um að sítt hár verði bundið frá andliti. 

Nefndin fer yfir neðangreinda þætti og velur inn samkvæmt bestu sannfæringu.  

Prufurnar - Í upphitun

Hlustun: Hæfni umsækjanda til að fylgja fyrirmælum og nýta rými. 

Samvinna: Hæfni umsækjanda til þes að vinna í hóp, hvort og hvernig viðkomandi tekur hugmyndum annarra, sýnir virðingu fyrir samnemendum og starfsfólki.

Sjálfstæði: Hæfni umsækjanda til þess að sýna frumkvæði og taka forystu. 

Prufurnar - Í viðtalinu

Viðhorf: Hér erum við að leita eftir viðhorfi, bæði til náms og leiklistar. 

Uppbygging námsins

Námið er byggt upp samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna og tekur mið af þeim hæfniviðmiðum sem hún leggur til. Nám við skólann er á þrem stigum og eru aldursskipt. 

1) Stig eru nemendur á aldrinum 9  til 11 ára. 

2) Stig eru nemendur á aldrinum 12 - 14 ára (ath. nám á þriðja stigi er ekki í boði að svo stöddu)

Grunnstoðir námsins

Sköpun - sjálfsmat - samvinna – virðing - samtal – ábyrgð - sjálfstæði - sjálfbærni - samfélag 

Sköpun -  Hvernig skapar maður? Ferlið frá hugmynd til afurðar skoðað og aðferðir til þess að skapa kynntar.

Sjálfsmat -  Hvernig leggjum við mat á okkur sjálf og hvernig gerum við það af virðingu.

Samvinna -  Hvernig vinnum við saman, hvað þýðir það í stærra samhengi og hvernig gerum við það með virðingu. 

Samtal  -  Í sameiningu ákveðum við samskiptamáta og berum sameiginlega ábyrgð á hópnum, hlustun skiptir öllu. 

Sjálfstæði -  Unnið markvisst að efla gagnrýna hugsun. Unnið að því að efla frumkvæði. 

Sjálfbærni -  Upplýsa og fræða um sjálfbærni í listum, unnið verklega með fundna hluti.

Samfélag -  Sviðslistir í stóra samhenginu.

Nánari upplýsingar á leiklistarskoli@borgarleikhus.is