Borgarleikhúsið

Covid-19

Samkvæmt núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir er heimilt að hafa allt að 50 manns í hólfi á sviðslistarviðburðum að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. 

 • Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum
 • Viðhöfð sé eins metra nálægðartakmörkun milli ótengdra gesta
 • Allir gestir noti andlitsgrímur
 • Áfengissala er óheimil
 • Gestir eru beðnir um að halda kyrru fyrir í sætum sínum, ef hlé er gert á viðburði, sé þess kostur. 

Vinsamlegast mætið tímanlega í Borgarleikhúsið til að forðast biðraðir og hafið leikhúsmiða tilbúna til skönnunar. Munið grímuskyldu oog gætið sérstaklega að persónulegum sóttvörnum. Athugið að skv. núgildandi reglugerð er ekki er um hraðprófsviðburði að ræða og þvi ekki farið fram á neikvæða niðurstöðu hraðprófs, framkvæmdu af viðurkenndum aðila.

Almennar leiðbeiningar til leikhúsgesta vegna Covid-19:

 • Kaupið aðgöngumiða á netinu og notið rafræna leikhúsmiða sé þess kostur.
 • Athugið að sæti eruð númeruð og skráð á miðahafa og mikilvægt að gestir setjist aðeins í sín sæti.
 • Komið tímanlega til að forðast biðraðir.
 • Húsið opnar tveimur tímum fyrir sýningu og hleypt er inn í sali 30 mínútum áður en sýning hefst.
 • Gott aðgengi er að handþvottaaðstöðu og spritt er við aðalinngang, innganga í sali og á salernum.
 • Heimilt er að hafa hlé á sýningum, veitingasala er þó bönnuð og gestir hvattir til að halda kyrru fyrir í sætum.
 • Geri kvefeinkenni eða slappleiki vart við sig biðjum við gesti að halda sig heima og hafa samband við miðasölu sem mun finna nýjan sýningartíma. 
 • Í ljósi aðstæðna bendum við á að dagsetningar sýninga eru birtar með fyrirvara og geta sýningar færst til innan leikársins og jafnvel fallið niður. Allir miðar verða þó tryggðir og munu leikhúsgestir okkar fá nýja miða ef til þess kemur.
Við hvetjum alla til að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.

Nánari upplýsingar um Covid viðbúnað má nálgast í síma: 568-8000