Borgarleikhúsið

Covid-19

Aftur í leikhús? Alveg pottþétt!

Í Borgarleikhúsinu gerum við allt til að gæta öryggis gesta og starfsfólks á tímum Covid-19. Við erum í góðri samvinnu við sóttvarnaryfirvöld og förum í hvívetna eftir gildandi reglum. Núverandi samkomutakmarkanir leyfa 200 fullorðna gesti í hvert sóttvarnarhólf. Börn fædd 2005 og yngri teljast ekki með í þeim fjölda. Grímuskylda er hjá fullorðnum, númeruð sæti og gildandi nándartakmarkanir. Við bendum á að sem stendur er áfengissala óheimil í leikhúsinu. Sýnum tillitssemi - gerum þetta saman og höfum gaman!

Almennar leiðbeiningar til leikhúsgesta vegna Covid-19:

  • Kaupið aðgöngumiða á netinu og notið rafræna leikhúsmiða sé þess kostur.
  • Athugið að sæti eruð númeruð og gestir eru hvattir til að setjast aðeins í sín sæti.
  • Samkvæmt gildandi sóttvarnarreglum er grímuskylda í leikhúsinu. Börn eru undanþegin grímunotkun.
  • Komið tímanlega til að forðast biðraðir og snertingu og skiljið yfirhafnir eftir í bíl, verði því komið við.
  • Húsið opnar klukkustund fyrir sýningu og salir opna 30 mínútum áður en sýning hefst.
  • Gott aðgengi er að handþvottaaðstöðu og spritt er við aðalinngang, innganga í sali og á salernum.
  • Gleðjumst yfir að hitta hvert annað og heilsumst með brosi. Geymum handabönd og faðmlög þar til síðar.
  • Vinsamlegast verið heima ef kvefeinkenni eða slappleiki gera vart við sig. Miðasalan aðstoðar við að finna nýjan sýningartíma.
  • Í ljósi aðstæðna bendum við á að dagsetningar sýninga eru birtar með fyrirvara og geta sýningar færst til innan leikársins og jafnvel fallið niður. Allir miðar verða þó tryggðir og munu leikhúsgestir okkar fá nýja miða ef til þess kemur.
  • Munið, við erum öll almannavarnir!

Við hvetjum alla, starfsfólk okkar og gesti, til að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.

Nánari upplýsingar um Covid viðbúnað má nálgast í síma: 568-8000