Covid-19

Samkvæmt tilmælum frá yfirvöldum hefur Borgarleikhúsið ákveðið að fresta öllum sýningum og viðburðum þar til ný tilmæli verða gefin út. Þetta á bæði við um þau verk sem þegar eru í sýningum sem og þau sem til stóð að frumsýna á tímabilinu. 

Við viljum ítreka að allir miðar eru tryggðir og enginn gestur missir sinn miða, en vert er að athuga að dagsetningar sýninga eru óstaðfestar. Hér er aðeins um að ræða tímabundna frestun í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Upplýsingar um nýja sýningartíma verða sendar út til allra miðahafa eins fljótt og auðið er.

Við erum öll almannavarnir og Borgarleikhúsið leggur sitt af mörkum í þeirri von að við getum hist aftur í leikhúsinu sem allra fyrst. Við hlökkum til að sjá ykkur.

Með kærri kveðju og þökk fyrir skilninginn,
Borgarleikhúsið 


Almennar leiðbeiningar til leikhúsgesta vegna Covid-19:

  • Kaupið aðgöngumiða á netinu og notið rafræna leikhúsmiða sé þess kostur.
  • Komið tímanlega til að forðast biðraðir og snertingu og skiljið yfirhafnir eftir í bíl, verði því komið við.
  • Húsið opnar tveimur klukkustundum fyrir sýningu og salir opna 30 mínútum áður en sýning hefst.
  • Spritt er við aðalinngang, innganga í sali og á salernum.
  • Gleðjumst yfir að hitta hvert annað og heilsumst með brosi. Geymum handabönd og faðmlög þar til síðar.
  • Hóstið og hnerrið í vasaklút eða í olnbogann.
  • Vinsamlegast verið heima ef kvefeinkenni eða slappleiki gera vart við sig. Miðasalan aðstoðar við að finna nýjan sýningartíma.
  • Í ljósi aðstæðna bendum við á að dagsetningar sýninga eru birtar með fyrirvara og geta sýningar færst til innan leikársins og jafnvel fallið niður. Allir miðar verða þó tryggðir og munu leikhúsgestir okkar fá nýja miða ef til þess kemur. 


Við hvetjum alla, starfsfólk okkar og gesti, til að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.

Nánari upplýsingar um Covid viðbúnað má nálgast í síma: 568-8000