Borgarleikhúsið

Covid-19

Vinsamlegast mætið tímanlega í Borgarleikhúsið til að forðast biðraðir og hafið leikhúsmiða tilbúna til skönnunar. Gætið sérstaklega að persónulegum sóttvörnum. 


Almennar leiðbeiningar til leikhúsgesta vegna Covid-19:

  • Kaupið aðgöngumiða á netinu og notið rafræna leikhúsmiða sé þess kostur.

  • Athugið að sæti eru skráð á kennitölu og símanúmer og mikilvægt að gestir setjist aðeins í sín sæti.

  • Komið tímanlega til að forðast biðraðir. 

  • Húsið opnar tveimur tímum fyrir sýningu og hleypt er inn í sali 30 mínútum áður en sýning hefst.

  • Gott aðgengi er að handþvottaaðstöðu og spritt er við aðalinngang, innganga í sali og á salernum.

  • Geri kvefeinkenni eða slappleiki vart við sig biðjum við gesti að halda sig heima og hafa samband við miðasölu sem mun finna nýjan sýningartíma. 

  • Í ljósi aðstæðna bendum við á að dagsetningar sýninga eru birtar með fyrirvara og geta sýningar færst til innan leikársins og jafnvel fallið niður. Athugið að allir miðar eru tryggðir og munu leikhúsgestir fá nýja miða ef til þess kemur.

  • Borgarleikhúsið þakkar gestum sínum fyrir skilning, sveigjanleika og þolinmæði.

Við hvetjum alla til að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.

Nánari upplýsingar um Covid viðbúnað má nálgast í síma: 568-8000