Borgarleikhúsið

Covid-19

Allir leikhúsgestir þurfa að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi.

Samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir verða allir gestir fæddir 2015 og fyrr að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi, framkvæmdu af viðurkenndum aðila, við komu á viðburði og á það við um allar sýningar Borgarleikhússins.

Athugið að framvísa þarf hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klst gamalt en öll hraðpróf gilda í 48 klst. og eru gjaldfrjáls. Fara þarf því í hraðpróf daginn áður eða samdægurs og viðburður er. 

Allir gestir, fæddir 2015 og fyrr, framvísi vottorði um:
a) neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) eða PCR prófi sem má ekki vera eldri en 48 klst og er tekin á viðurkenndum stöðum. ATH. sjálfspróf eru ekki tekin gild.
b)
nýlega COVID-19 sýkingu (eldri en 14 daga og yngri en 180 daga).

Hægt er að fara í hraðpróf á höfuðborgarsvæðinu á eftirfarandi stöðum:

• Öryggismiðstöðin býður upp á hraðpróf við Kringluna (þar sem Fjallakofinn var áður til húsa) opnunartími 8:15-16:15 og BSÍ opnunartími 6:30-17:45. Tímabókanir fara fram á www.testcovid.is

• Covidtest; býður upp á hraðpróf bæði á Kleppsmýrarvegi 8, opnunartími: 08:15-17:00 alla virka daga og 09:00-16:00 á laugardögum og í kjallara Hörpu, opnunartími: 08:15-14:00 alla virka daga. Tímabókanir fara fram á www.covidtest.is

• Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður upp á hraðpróf á Suðurlandsbraut 34, opnunartími 8:00-12:00 og 12:45-20:00 alla virka daga og 9:00-15:00 um helgar. Tímabókanir fara fram á www.hradprof.covid.is

• Utan höfuðborgarsvæðis er hægt að bóka hraðpróf á www.hradprof.covid.is

Vinsamlegast mætið tímanlega í Borgarleikhúsið til að forðast biðraðir og hafið niðurstöðu hraðprófs með QR kóða, skilríki og leikhúsmiða tilbúna til skönnunar. Munið grímuskyldu og persónulegar sóttvarnir.

Almennar leiðbeiningar til leikhúsgesta vegna Covid-19:

 • Kaupið aðgöngumiða á netinu og notið rafræna leikhúsmiða sé þess kostur.
 • Athugið að sæti eruð númeruð og gestir eru hvattir til að setjast aðeins í sín sæti.
 • Tryggja skal fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en einn metri.
 • Komið tímanlega til að forðast biðraðir og snertingu og skiljið yfirhafnir eftir í bíl, verði því komið við.
 • Húsið opnar tveimur tímum fyrir sýningu og hleypt er inn í sali 30 mínútum áður en sýning hefst.
 • Gott aðgengi er að handþvottaaðstöðu og spritt er við aðalinngang, innganga í sali og á salernum.
 • Heimilt er að hafa hlé á sýningum.
 • Gleðjumst yfir að hitta hvert annað en geymum handabönd og faðmlög þar til síðar.
 • Geri kvefeinkenni eða slappleiki vart við sig hafið samband við miðasölu sem mun finna finna nýjan sýningartíma. 
 • Í ljósi aðstæðna bendum við á að dagsetningar sýninga eru birtar með fyrirvara og geta sýningar færst til innan leikársins og jafnvel fallið niður. Allir miðar verða þó tryggðir og munu leikhúsgestir okkar fá nýja miða ef til þess kemur.
 • Munið, við erum öll almannavarnir!

Við hvetjum alla, starfsfólk okkar og gesti, til að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.

Nánari upplýsingar um Covid viðbúnað má nálgast í síma: 568-8000