Upplýsingar vegna samkomubanns

Kæru leikhúsgestir,

Því miður er ljóst að röskun verður á upphafi nýs leikárs vegna samkomutakmarkana og munu því fyrstu sýningar leikársins færast á nýjar dagsetningar. Allir miðar eru tryggðir og við munum hafa samband við alla miðahafa þeirra sýninga sem verða færðar. Miðasala sendir upplýsingar með nýjum dagsetningum sýninga í gegnum tölvupóst um leið og þær upplýsingar liggja fyrir. 

Starfsfólk Borgarleikhússins þakkar skilninginn og við hlökkum til að sjá ykkur í Borgarleikhúsinu um leið og okkur verður fært að hefja sýningar á nýjan leik.