Borgarleikhúsið

Á eigin vegum frumsýnd

16 sep. 2022

Laugardaginn 17. september er fyrsta frumsýning leikársins! Þá frumsýnum við á Litla sviðinu Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur með Sigrúnu Eddu Björnsdóttur í aðalhlutverki. 

Á eigin vegum er í leikgerð Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Sölku Guðmundsdóttur. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur hér í sínum fyrsta einleik á 40 ára leikferli og hafa áhorfendur á forsýningum vikunnar verið dolfallnir af henni. Stefán Jónsson leikstýrir og Egill Sæbjörns gerir þessa dásamlegu leikmynd.