Borgarleikhúsið

Áheyrnarprufur fyrir Níu líf

1 des. 2019

Áheyrnarprufur fyrir sérstakan hluta söngleiksins Níu líf sem byggir á sögu Bubba Morthens í tali og tónum verða í Borgarleikhúsinu 9. desember. Í áheyrnarprufunni á fólk að syngja Bubba lagið Stál og hnífur og spila sjálft undir á gítar. 

Fyrir þá sem vilja verður kassagítar á staðnum en fólki er velkomið að koma með sinn eiginn gítar í prufurnar.

Leitað er að fólki á öllum aldri, öllum kynjum, mismunandi getu og öllum þjóðernum. Einu kröfurnar eru þær að geta spilað Stál og hníf á gítar og sungið með. Fyrir þá sem kunna ekki lagið má finna það hér: http://www.guitarparty.com/en/song/stal-og-hnifur/

Skráning í prufurnar er á borgarleikhus.is/bubbi.

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og gildir reglan að fyrstur skráir, fyrstur fær. Þeir sem komast að fá boð um að mæta í áheyrnarprufurnar í Borgarleikhúsinu.