Borgarleikhúsið

Algengar spurningar

Gestir Borgarleikhússins þurfa ekki að framvísa hraðprófi til að sækja sýningar leikhússins

10 sep. 2021

Þarf ég fara í hraðpróf?
Nei – í Borgarleikhúsinu er áhorfendasal Stóra sviðsins skipt upp í tvö 200 manna sóttvarnarhólf í samræmi við reglugerð um samkomubann vegna farsóttar. Búið er að afnema 1 metra nándarreglu í áhorfendasal.

Er grímuskylda?
Já – samkvæmt núgildandi reglugerð er grímuskylda í leikhúsi, bæði í forsal og jafnframt inni í áhorfendasal á meðan á sýningu stendur. Það má taka grímuna niður á meðan veitinga er neytt.

Hvenær kemst ég á sýningu? Hvenær er sýningin mín?
Við munum hafa samband a.m.k. tveimur vikum fyrir sýningardag og úthluta nýjum miðum.

Get ég breytt um sýningardag?
Ef sýningardagur hentar ekki, hafðu þá samband við miðasölu í síma 568-8000 og við finnum nýja dagsetningu fyrir þig.

Fæ ég sömu sæti?
Það er því miður ómögulegt að halda sömu sætaskipan og þegar miðarnir voru keyptir vegna þess að heimild fjölda gesta í salnum er stöðugt að taka breytingum í samræmi við reglugerð um samkomubann hverju sinni.

Ég hef ekki fengið neinn póst
Tölvupóstar frá Borgarleikhúsinu gætu hafa endað í ruslhólfi – ef þú finnur ekki tölvupóst þá vinsamlegast hafðu samband við miðasölu Borgarleikhússins og athugaðu hvort rétt netfang er skráð.

Er veitingasalan opin?
Veitingasalan er opin; sælgæti, drykkir og léttar veitingar til sölu.

Má ég koma með eigin veitingar?
Utanaðkomandi veitingar eru óheimilar.

Er hlé?
Skv. núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir er leyfilegt að hafa hlé á leiksýningum.


Aðrar upplýsingar varðandi skipulag vegna Covid.

Skilmálar miðakaupa.