Borgarleikhúsið

Auglýst eftir umsóknum fyrir Leikskáld hússins

26 nóv. 2018

Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum. Stjórn sjóðsins velur leikskáld úr hópi umsækjenda sem býðst eins árs samningur við Borgarleikhúsið. Laun sem eru greidd mánaðarlega taka mið af starfslaunum listamanna. 

Skáldið fær aðstöðu í leikhúsinu, vinnur þar á samningstímanum og verður hluti af starfsliði Borgarleikhússins og mun njóta aðstoðar, leiðsagnar og stuðnings leikhússtjóra og leiklistarráðunauta.

Unnið skal að ritun leikverks á tímabilinu með uppsetningu í huga. Stefnt er að því að leikverk, eitt eða fleiri, sem unnin eru á samningstíma, verði sviðsett í Borgarleikhúsinu. Þetta er þó ekki skilyrði.

Umsókn skal innihalda:

  • Nafn, heimilisfang, netfang, símanúmer.
  • Ferilskrá

  • Sýnishorn af leikrænum texta (8 - 10 blaðsíður)
  • Æskilegt er að umsækjandi sendi með umsókn sinni hugmynd að leikverki sem hann hefur í huga að vinna á samningstímanum og einnig er heimilt að láta annað fylgja með sem umsækjandi telur að eigi erindi með umsókninni.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öll gögn endursend umsækjendum að loknu vali. 

Umsóknir skulu sendar í pósti stílaðar á Borgarleikhúsið / Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur, Listabraut 3, 103 Reykjavík ; eða í tölvupósti , borgarleikhus@borgarleikhus.is, merkt “Leikskáld” fyrir 20. desember 2018.