Borgarleikhúsið

Auglýsum eftir hugmyndum fyrir Umbúðalaust

2 feb. 2021

Borgarleikhúsið auglýsir eftir hugmyndum frá ungu sviðslistafólki að sýningum fyrir Umbúðalaust – Stúdíó Borgarleikhússins á þriðju hæðinni.


Umbúðalaust er vettvangur til að þróa verkefni og setja upp sýningar í hráu rými með lítilli umgjörð.

Markmiðið með Umbúðalausu er að styrkja grasrótarstarf í íslensku sviðslistalífi og efla tengsl nýrra sviðshöfunda við áhorfendur. Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2021.

Umsækjendum verður boðið að kynna hugmyndir sínar dagana 8. – 10. mars og fær hver umsækjandi/hópur 10 mínútur til að umráða. Þrjú verkefni verða síðan valin sem viðkomandi sviðshöfundar þróa áfram í samstarfi við starfsfólk Borgarleikhússins. Hvert verkefni fær ákveðna upphæð, umgjörð og takmarkaðan tíma til að vinna sýninguna. Sýningarnar verða á dagskrá leikhússins á næsta leikári 2021/2022.

Með umsókn skal fylgja:
- Nafn, heimilisfang, netfang, símanúmer
- Ferilskrá
- Stutt lýsing á hugmynd (100-150 orð)
- Umsóknir skulu sendar í tölvupósti, leikritun@borgarleikhus.is merkt “UMBÚÐALAUST” ekki síðar en 26. febrúar 2021.

Nánari upplýsingar veitir Halla Björg Randversdóttir, fræðslustýra Borgarleikhússins hallabjorg@borgarleikhus.is