Borgarleikhúsið hlýtur tvær tilnefningar til Lúðursins

1 mar. 2019

Borgarleikhúsið hlýtur tvær tilnefningar fyrir Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin, en tilkynnt var um tilnefningar í gær.

Tilnefningarnar eru í flokki samfélagsmiðla fyrir kynningarmyndbönd fyrir Ríkharð III og í flokki veggspjalda fyrir Club Romantica sem er einmitt frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Hér að neðan má sjá bæði þau verk sem tilnefnd voru.

Verðlaunin verða afhent þann 8. mars á Hotel Hilton Nordica.

Club Romantica

Ríkharður III