Borgarleikhúsið

Börn boða til blaðamannafundar 2. október!

1 okt. 2024

Hér kemur áríðandi tilkynning og áríðandi tilfinning!! Börn boða til blaðamannafundar!

Í apríl stóð Borgarleikhúsið fyrir Krakkaþingi þar sem 70 börn og unglingar á aldrinum 9–15 ára með brennandi áhuga á leikhúsi hittust og ræddu málin. Niðurstaða þeirrar vinnu var afgerandi: Leikhús breytir lífum!

Miðvikudaginn 2. október verða niðurstöður frá þinginu kynntar í forsal Borgarleikhússins.

Á fundinum fá raddir krakkanna að hljóma, þau ætla að segja okkur hvað leikhús þýðir fyrir þeim, hvernig það hefur breytt lífi þeirra en jafnframt vilja þau vera okkur leiðarljós svo við getum gert betur. 

 

„Ég var hrædd en nú er ég það ekki lengur, í leiklist fæ ég frelsi til að vera eins og ég er. Í leiklistinni fann ég vini mína“ 

 Það er einlæg von okkar að sjá þig í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 2. október milli kl. 15 og 15:30 þar sem við fögnum því hvað barnamenning er frábært og öflugt hreyfiafl í samfélaginu sem mikilvægt er að hlúa að. Staður og stund: Forsalur Borgarleikhússins, 2. október 15:00-15:30.

Umsjón:
Emelía Antonsdóttir Crivello, skóla- og verkefnastjóri Borgarleikhússins
emelia@borgarleikhus.is
Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikstjóri og leikkona.
thorunnarna@gmail.com