Börn boða til blaðamannafundar 2. október!
Í apríl stóð Borgarleikhúsið fyrir Krakkaþingi þar sem 70 börn og unglingar á aldrinum 9–15 ára með brennandi áhuga á leikhúsi hittust og ræddu málin. Niðurstaða þeirrar vinnu var afgerandi: Leikhús breytir lífum!
Miðvikudaginn 2. október verða niðurstöður frá þinginu kynntar í forsal Borgarleikhússins.
„Ég var hrædd en nú er ég það ekki lengur, í leiklist fæ ég frelsi til að vera eins og ég er. Í leiklistinni fann ég vini mína“
Það er einlæg von okkar að sjá þig í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 2. október milli kl. 15 og 15:30 þar sem við fögnum því hvað barnamenning er frábært og öflugt hreyfiafl í samfélaginu sem mikilvægt er að hlúa að.
Staður og stund: Forsalur Borgarleikhússins, 2. október 15:00-15:30.
Umsjón:
Emelía Antonsdóttir Crivello, skóla- og verkefnastjóri Borgarleikhússins
emelia@borgarleikhus.is
Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikstjóri og leikkona.
thorunnarna@gmail.com