Leikritið Club Romantica frumsýnt í kvöld

28 feb. 2019

Leikritið Club Romantica verður frumsýnt í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. febrúar, á Nýja sviðinu. Leikritið er unnið í samstarfi við leikhópinn Abendshow.

Þetta byrjar allt með myndaalbúmi sem sviðslistamaðurinn Friðgeir Einarsson keypti á flóamarkaði í Belgíu. Í leikritinu kynnir Friðgeir Einarsson, höfundur verksins, fólkið á myndunum fyrir áhorfendum, segir sögu þess og sviptir hulunni af því hvað varð um þessa belgísku konu. Með Friðgeiri á sviðinu verður tónlistarmaðurinn Snorri Helgason sem semur tónlist sérstaklega fyrir verkið.