Borgarleikhúsið

Edduverðlaun

7 okt. 2020

Edduverðlaunahátíðin fór fram í gærkvöldi og óskum við öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með viðurkenningarnar! 

Við erum sérstaklega stolt af Kötlu Margréti okkar sem hlaut Edduverðlaun í flokknum besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Agnes Joy. Katla á þessi verðlaun svo sannarlega skilið! Bravó – nú væri sannarlega tilefni til að slá upp Veislu !

Einnig óskum við Karli Ágústi og félögum hans í Spaugstofunni hjartanlega til hamingju með heiðursverðlaunin og þökkum þeim fyrir hláturinn, gleðina og þarfa ádeilu í gegnum árin! Þess má geta að Karl Ágúst samdi hina stórkostlega skemmtilegu söngtexta í Gosa sem við bíðum spennt eftir að byrja að sýna aftur.