Borgarleikhúsið

Eitur - frumsýning

2 nóv. 2019

Í kvöld 2. nóvember verður Eitur frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins. Hilmir Snær og Nína Dögg takast á við í kyngimögnuð hlutverk í þessu áhrifamikla verðlaunaverki um sorgina í ástinni í leiktjórn Kristínar Jóhannesdóttur. 

Eitur er hollenskt leikverk sem hefur farið algjöra sigurför um heiminn undanfarinn áratug og verið þýtt á yfir tuttugu tungumál. Leikskáldið Lot Vekemans skrifar af óvenjulegri skarpskyggni um sameiginleg örlög tveggja einstaklinga sem gera úrslitatilraun til að sættast við fortíðina. 

Tíu árum eftir skilnað hittast þau aftur við óvæntar aðstæður. Fortíðin nagar og óuppgerðir hlutir líta dagsins ljós og sumum tilfinningum verður ekki lýst með orðum. Þau dansa á hárfínni línu afbrýðisemi, söknuðar, væntumþykju, biturðar og kraumandi ástríðna. Og í sameiningu þurfa þau nú að taka afdrifaríka ákvörðun.

Listrænir stjórnendur eru Ragna Sigurðardóttir sem þýðir, Börkur Jónsson leikmyndahönnuður, Þórunn María Jónsdóttir með búninga, Björn Bergsteinn Guðmundsson með lýsingu, Elín Sigríður Gísladóttir með leikgervi og Garðar Borgþórsson með hljóð og tónlist.

Við óskum öllum aðstandendum sýningarinnar til hamingju með daginn.