Borgarleikhúsið

Elly smørrebrød sérvalið af Katrínu Halldóru

9 sep. 2024

Í tilefni þess að hin margrómaða sýning Elly snýr aftur á svið eftir fimm ára hlé hefur Katrín Halldóra, í samstarfi við matreiðslumeistara Jómfrúarinnar, sérvalið nýjan rétt á matseðil leikhúsbarsins. Elly smurbrauðið er innblásið af hinni töfrandi Elly sem Katrín Halldóra túlkar í sýningunni. 

Leikhúsbar Borgarleikhússins býður upp á úrval af ekta dönsku smurbrauði frá Jómfrúnni. Húsið opnar kl. 18.30 öll sýningarkvöld og því geta gestir byrjað á einstakri matarupplifun. 

Hugmyndin á bak við Elly smurbrauðið var að fanga smekk Ellyar og hefur hinum hæfileikaríku matreiðslumeisturum Jómfrúarinnar tekist að skapa rétt sem blandar saman gömlum hefðum og nýjungum á einstakan hátt. Nýja smurbrauðið verður til sölu á sýningarkvöldum og vakti mikla lukku á fyrstu sýningu ársins síðast liðna helgi.