Borgarleikhúsið

Emil í Kattholti

20 maí 2021

Emil í Kattholti fer á fjalirnar í Borgarleikhúsinu í haust sem er mikið gleðiefni!


Emil í Kattholti er fyrsta stóra leikstjórnarverkefni Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur en hún hefur verið leikkona við Borgarleikhúsið í mörg ár. Þórarinn Eldjárn gerir nýja þýðingu. Danshöfundur sýningarinnar er Lee Proud og tónlistarstjóri Agnar Már Magnússon, Leikmynd er í höndum Evu Signýjar Berger og María Ólafsdóttir með búninga. Leit stendur núna yfir af Emil og Ídu og voru 1200 börn sem skráðu sig í prufur. Áætlað er að vera búin að velja börnin sem fara með hlutverkin í byrjun júní. Með önnur hlutverk í sýningunni fara þau Esther Talía Casey, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Sigurður Þór Óskarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Aron Már Ólafsson. 

„Það er mikil spenna í loftinu og ég get ekki beðið eftir því að fá að hitta öll börnin sem sóttu um. Það að Borgarleikhúsið sé að fara að fyllast af hæfileikaríkum börnum næstu vikurnar passar verkefninu sérstaklega vel. Það er gleðilegt að finna þennan mikla áhuga fyrir sýningunni og ég er ekki í nokkrum vafa um það að Emil og Ída í Kattholti munu finnast í þessum flotta barnahópi.“ sagði Þórunn Arna leikstjóri