Borgarleikhúsið

Emil og Ída fundin!

17 jún. 2021

Listrænir stjórnendur Emils í Kattholti eru búnir að hitta öll 1200 börnin sem vildu leika Emil og Ídu og nú, þremur umferðum síðar, er búið að velja fjögur börn sem munu fara með hlutverkin.


Með hlutverk Emils fara þeir Gunnar Erik Snorrason og Hlynur Atli Harðarson sem báðir eru 10 ára. Ída verður svo leikin af Sóleyju Rún Arnarsdóttur, 9 ára og Þórunni Obbu Gunnarsdóttur, 8 ára.

Þarna eru einstaklega hæfileikarík börn á ferðinni sem verður gaman að fylgjast með í Kattholts-ævintýrinu. Emil í Kattholti verður frumsýndur í nóvember. 

Við óskum þeim enn og aftur innilega til hamingju með hlutverkin og þökkum öllum glæsilegu krökkunum sem komu í prufur kærlega fyrir!