Esther Talía syngur við innsetningu Forseta Íslands

2 ágú. 2020

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti í annað sinn þann 1. ágúst 2020. Við innsetningarathöfnina flutti Esther Talía Casey, leikkona við Borgarleikhúsið, lag Bubba Morthens, Fallegur dagur en Esther syngur það lag í söngleiknum Níu líf.

Forsetinn féll fyrir flutningi Estherar Talíu á laginu þegar hún söng, ásamt hljómsveitinni úr Níu lífum og meðlimum kammerkórsins Auroru, við afmælishátíð Vigdísar Finnbogadóttur í Eldborg sl. vor og var það hans ósk að lagið yrði flutt við innsetninguna. Við óskum þjóðinni til hamingju með forsetann sinn og þökkum Esther Talíu, tónlistarmönnunum og meðlimum Dómkórsins, fyrir dásamlegan flutning. 

Þetta var sannarlega fallegur dagur.

Hér að neðan má sjá flutning Estherar Talíu frá afmælishátíð Vigdísar.

Fallegur dagur