Borgarleikhúsið

Forsalan fyrir Níu líf hefst á vefnum á miðnætti

17 jan. 2020

Forsala fyrir söngleikinn Níu líf, sem fjallar um líf Bubba Morthens í tali og tónum, hefst á miðnætti í kvöld á heimasíðu Borgarleikhússins, borgarleikhus.is. Boðið verður upp á sérstakan 1000 krónur afslátt fyrsta sólarhringinn.

Af þessu tilefni verður Bubbi Morthens sjálfur með tónleika í Borgarleikhúsinu kl. 16 á morgun, laugardag, og er aðgangur ókeypis. Bubbi mun þar leika nokkur af sínum vinsælustu lögum sem mörg hver verða flutt í söngleiknum á Stóra sviði Borgarleikhússins síðar á þessu ári, en söngleikurinn Níu líf verður frumsýndur föstudaginn 13. mars.

Ólafur Egill Egilsson er höfundur söngleiksins og leikstjóri sýningarinnar og leikarar í verkinu eru þau Aron Már Ólafsson, Björn Stefánsson, Esther Talia Casey, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Rakel Björk Björnsdóttir og Valur Freyr Einarsson.

Listrænir stjórnendur auk Ólafs eru Ilmur Stefánsdóttir, leikmyndahöfundur, Filippía I. Elísdóttir, búningahöfundur, Björn Bergsteinn Guðmundsson, lýsing, og Gunnar Sigurbjörnsson, hljóð.

Rómeó og JúlíaÓlafur Egill um Níu líf