Borgarleikhúsið

Forsölu tilboð á Mátulegum aðeins í dag!

9 nóv. 2022

Mátulegir, sviðsútgáfa af Óskarsverðlaunamyndinni Druk verður frumsýnd 30. desember næstkomandi og er það heimsfrumsýning á verkinu.  


Í Mátulegum ákveða fjórir menntaskólakennarar á miðjum aldri að sannreyna kenningu norska heimspekingsins Finn Skårderud um að manneskjan sé fædd með of lítið áfengismagn í blóðinu - þeir eru lífsleiðir, staðnaðir í starfi og á góðri leið með að sigla einkalífinu í strand. Með hlutverk í sýningunni fara Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson, Halldór Gylfason og Þorsteinn Bachmann. 

Á forsölutilboði er 1000 kr afsláttur af leikhúsmiðanum. Gildir aðeins í dag, 9. nóvember.

Kaupa miða