Borgarleikhúsið

Frumsýning á Síðustu dögum Sæunnar

27 okt. 2022

Síðustu dagar Sæunnar verður frumsýnd 28. október næstkomandi. Með hlutverk í sýningunni fara Guðrún Gísladóttir, Jóhann Sigurðarson og Snorri Engilbertsson. 


Um er að ræða nýtt verk eftir Matthías Tryggva Haraldsson sem er fráfarandi leikskáld Borgarleikhússins. Leikstjórn er í höndum Unu Þorleifsdóttur og tónlist er eftir Gísla Galdur Þorgeirsson. Síðustu dagar Sæunnar er ljúfsárt leikrit um nánd og fjarlægð, dauðann, maukaðan mat og leitina að sátt.   

Nánari upplýsingar um Síðustu daga Sæunnar hér.