Borgarleikhúsið

  • Solumadur

Frumsýning á verkinu Sölumaður deyr

20 feb. 2021

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að í kvöld kl. 20, 20. febrúar,  verður verkið Sölumaður deyr frumsýnt á Stóra sviðinu.

Sölumaður deyr, eftir Arthur Miller, hefur löngum verið talið eitt af meistaraverkum 20. aldar í leikritun og birtist nú í nýrri þýðingu Kristjáns Þórðar Hrafnssonar. Verkið var frumsýnt árið 1949 og hlaut hin virtu Pulitzerverðlaun sama ár. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir og með aðalhlutverk fara Jóhann Sigurðarson og Sigrún Edda Björnsdóttir, en þau fagna einmitt 40 ára leikafmæli nú í ár. Tónlistin í verkinu er frumsamin af Gyðu Valtýsdóttur.

Sölumaður deyr er harmræn saga um hrun sjálfsmyndar. Saga fórnarlambs hins vægðarlausa Ameríska draums um árangur og fjárhagslega velmegun, um glæst og áhyggjulaust líf. 

Leikmynd: Brynja Björnsdóttir
Búningar: Þórunn María Jónsdóttir
Lýsing: Pálmi Jónsson
Leikgervi: Elín S. Gísladóttir
Hljóð: Garðar Borgþórsson
Hljóðfæraleikarar: Gyða Valtýsdóttir, Julian Sartorius, Shahzad Ismaily & Karl James Pestka

Leikarar: Jóhann Sigurðarson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Aron Már Ólafsson, Esther Talía Casey, Hjörtur Jóhann Jónsson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Stefán Jónsson, Valur Freyr Einarsson, Þorsteinn Bachmann & Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Hér má sjá nánari upplýsingar um verkið.