Borgarleikhúsið

  • Þétting hryggðar

Frumsýning á verkinu Þétting hryggðar

16 sep. 2021

Í kvöld, fimmtudaginn 16. september kl. 19:30, verður frumsýnt nýtt verk eftir Dóra DNA á Litla sviði Borgarleikhússins. 


Leikritið Þétting hryggðar fjallar um fjóra Reykvíkinga sem eru læstir inni í fundarherbergi í Borgartúni af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Dominos og hverjum er raunverulega hægt að kenna um allt sem er að. Ef byggðin er of þétt, þá heyrum við tómahljóðið í hjörtum nágranna okkar og þá er erfiðara að sofna á kvöldin.

Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir og leikarar eru þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir og Jörundur Ragnarsson.

Gleðilega hátíð!