Frumsýning á afmæli Leikfélags Reykjavíkur - Núna 2019

10 jan. 2019

Föstudaginn 11. janúar, á afmælisdegi Leikfélags Reykjavíkur verður frumsýning á verkinu Núna 2019 á Litla sviði Borgarleikhússins. Um er að ræða þrjú stutt verk eftir þrjá unga höfunda sem eru öll sýnd á einu kvöld. 

Þetta eru verkin Sumó eftir Hildi Selmu Sigbertsdóttur, Stóri Björn og kakkalakkarnir eftir Matthías Tryggva Haraldsson og Þensla eftir Þórdísi Helgadóttur. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir.

Leikarar í verkinu er Ebba Katrín Finnsdóttir, Hannes Óli Ágústsson Haraldur Ari Stefánsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Listrænir stjórnendur eru Stígur Steinþórsson sem sér um leikmynd og búninga, Þórður Orri Pétursson sem sér um lýsingu og Garðar Borgþórsson sem sér um tónlist.

Stikla