Borgarleikhúsið

Fyrrverandi úr smiðju CommonNonsense

30 jún. 2021

Valur Freyr Einarsson, fastráðinn leikari við Borgarleikhúsið og höfundur verðlaunasýningarinnar Tengdó, leikstýrir eigin verki á Nýja sviði Borgarleikhússins á næsta leikári.


Fyrrverandi er leikverk sem kemur úr smiðju CommonNonsense hópsins en Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahöfundur hannar leikmynd og búninga og tónlistin er í höndum Davíðs Þórs Jónssonar. Anna Kolfinna Kuran sér um sviðshreyfingar.

Hjartnæmt og bráðfyndið verk um líf með aðilunum sem við héldum að við værum hætt að búa með: fyrrverandi! Leikhópurinn er ekki af verri endanum en það eru þau Jörundur Ragnarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þorsteinn Bachmann, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Halldór Gylfason og Esther Talía Casey. Áætluð frumsýning er í mars 2022.