Borgarleikhúsið

Fyrsta tóndæmið úr Níu líf

15 jan. 2020

Ný útgáfa lagsins Rómeó og Júlía var frumflutt í dag. Um er að ræða fyrsta tóndæmið úr söngleiknum Níu líf sem fjallar um Bubba Morthens í tali og tónum og verður frumsýndur föstudaginn 13. mars. 

Aron Már Ólafsson og Rakel Björk Björnsson syngja lagið en þau leika bæði í sýningunni. Hljómsveit sýningarinnar, með Guðmund Óskar tónlistarstjóra í fararbroddi, spilar undir.

Aðrir leikarar í sýningunni eru Björn Stefánsson, Esther Talia Casey, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson og Valur Freyr Einarsson. Leikstjóri og höfundur er Ólafur Egill Egilsson.

Forsala hefst á miðnætti aðfaranótt laugardagsins 18. janúar á borgarleikhus.is og verður sérstakur 1000 kr. forsöluafsláttur fyrsta daginn.

Hér að neðan má sjá myndband við lagið.

Rómeó og Júlía