Borgarleikhúsið

Fyrsti samlestur á barnaverkinu Töfraheimur Kjarvals

12 apr. 2021

Í dag var fyrsti samlestur á barnaverkinu Töfraheimur Kjarvals eftir Stefán Hall Stefánsson sem byggt er að hluta til á bók Margrétar Tryggvadóttur um listmálarann Jóhannes Kjarval.


Starfsfólk Borgarleikhússins greip fagnandi undanþágu sem veitt hefur verið til æfinga og las saman handritið í fyrsta sinn. Þetta verður eitthvað stórkostlegt!

Leikstjóri er Stefán Hallur Stefánsson, Guðný Hrund Sigurðardóttir sér um leikmynd og búninga. Úlfur Eldjárn gerir tónlist við verkið og leikarar eru Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson. Á myndinni eru einnig Þórey Sverrisdóttir sýningarstjóri, Halla Björg Randversdóttir fræðslustjóri, Maríanna Clara Lúthersdóttir listrænn ráðunautur og síðast en ekki síst Borgarleikhússtjórinn Brynhildur Guðjónsdóttir.