Borgarleikhúsið

Fyrsti samlestur fyrir Sex í sveit

29 maí 2019

Fyrsti samlestur fyrir leikritið Sex í sveit var haldinn í dag í blíðskapar verði á svölum Borgarleikhússins. Leikritið, sem er eitt það vinsælasta í sögu leikhússins, hefur verið fært í nýjan búning af Bergi Þór Ingólfssyni, leikstjóra, og Gísla Rúnari Jónssyni, þýðanda.

Einvala lið leikara verður á sviðinu og þar á meðal eru nokkur ný andlit í leikarahópi Borgarleikhússins. Leikarar eru þau Haraldur Ari Stefánsson, Jörundur Ragnarsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir.

Listrænir stjórnendur eru Petr Hlousek, leikmyndahönnuður, Stefanía Adolfsdóttir, búningahönnuður, Þórður Orri Pétursson sem sér um lýsingu, Guðbjörg Ívarsdóttir sem sér um leikgervi og Þorbjörn Steingrímsson sér um hljóð.

Leikritið verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins í byrjun október.