Borgarleikhúsið

Fyrsti samlesturinn á Stórskáldinu

22 ágú. 2019

Æfingar eru hafnar á leikritinu Stórskáldið sem verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins föstudaginn 18. október. Höfundur þess er Björn Leó Brynjarsson en hann var leikskáld Borgarleikhússins leikárið 2017-2018 og leikritið er afrakstur vinnu hans.

Stórskáldið fjallar heimildamyndagerðarkonuna Rakel sem er stödd í niðurníddum iðnaðarbæ, djúpt í Amazon-frumskóginum, ásamt Andra, tökumanni sínum og elskhuga. Þau eru að gera heimildamynd um föður Rakelar, sérvitra Nóbelskáldið Benedikt, sem er dauðvona. En feðginin hafa ekki hist í áratugi og geta ómögulega komið sér saman um hvernig Benedikt á að birtast í heimildamyndinni. Óuppgerð fjölskyldumál og framandi hitasótt blandast sjálfu höfundarverki Benedikts í draumkenndri og ærslafullri atburðarás þar sem áreiðanleiki heimsins fellur í sundur.

Leikarar í leikritinu eru þau Hilmar Guðjónsson, Jóhann Sigurðarson og Unnur Ösp Stefánsdóttir, en Björn Leó hafi Jóhann í huga þegar hann skrifaði hlutverki Nóbelskáldsins.

Leikstjóri er Pétur Ármannsson, Ilmur Stefánsson hannar leikmynd og búninga, Pálmi Jónsson sér um lýsingu og myndband, Margrét Benediktsdóttir um leikgervi og Þórður Gunnar Þorvaldsson um hljóð.