Borgarleikhúsið

Gísli Örn gefur til góðgerðamála

12 sep. 2022

Leikarinn Gísli Örn Garðarsson, sem farið hefur á kostum í sýningunni Ég hleyp og hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir, ákvað við byrjun æfinga að gefa allar sínar tekjur til góðgerðamálefna.

 Nú hefur hann safnað um einni og hálfri milljón og ætlar því að afhenda ágóðann góðgerðarfélögunum Ný dögun, Bergið, Ljónshjarta og Dropinn.  

Sýningin Ég hleyp fékk frábærar móttökur áhorfenda og gagnrýnenda þegar hún var frumsýnd á síðasta leikári en nú eru síðustu sýningar áætlaðar næstkomandi helgi.  

„Gísli Örn hleypur eftirminnilega á harðaspretti inn í nístandi sorgina. Ég hleyp er sýning sem enginn má missa af.“ S.J. Fréttablaðið