Borgarleikhúsið

Gleðilega hátíð

22 des. 2022

Starfsfólk Borgarleikhússins óskar landsmönnum öllum ljóss og friðar um hátíðarnar. Við hlökkum til að taka á móti ykkur í leikhúsinu. 

Leikararnir stíga út úr myrkrinu og inn í ljósið eins og þjóðin öll með hækkandi sól. Jólasnjórinn liggur yfir landinu en í leikhúsinu bíða gjafirnar þess að verða opnaðar af gestum á hverjum degi allt leikárið. Það eru forréttindi að fá að sitja saman í salnum og meðtaka sögur; skemmtilegar, sorglegar, ævintýralegar – sögur af okkur, sögur af öðrum og hlusta á hjörtu okkar slá í takt.

Starfsfólk Borgarleikhússins óskar landsmönnum öllum ljóss og friðar um hátíðarnar.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í leikhúsinu.