Gosi valin barnasýning ársins á Grímunni

16 jún. 2020

Sýningar Borgarleikhússins fengu fern verðlaun á Grímuverðlaunum, íslensku sviðslistaverðlaununum, sem afhent voru í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 

Sýningin um ævintýri spýtustráksins Gosa var valin Barnasýning ársins. Sýningar á Gosa hefjast að nýju laugardaginn 29. ágúst og er þegar uppselt á fyrstu 25 sýningarnar í haust.


Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson var valið Leikrit ársins.


Kristbjörg Kjeld var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í leikritinu Er ég mamma mín? sem er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Kvenfélagsins Garps. Sýningar á Er ég mamma mín? halda áfram föstudaginn 11. september.

_DSC3356

Hilmir Snær Guðnason var valinn leikari ársins í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í leikritinu Vanja frændi.

Starfsfólk Borgarleikhússinu óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með sín verðlaun.

Vegna samkomubannsins sem sett var á í mars færast tvær sýningar yfir á næsta verðlaunaár. Þetta eru sýningarnar Níu líf í Borgarleikhúsinu og Mæður í Iðnó.