Borgarleikhúsið

Grímutilnefningar 2021

8 jún. 2021

Grímutilnefningar voru tilkynntar rétt í þessu og þrátt fyrir einstaklega skrýtið síðasta leikár með fáum frumsýningum fær Borgarleikhúsið sex tilnefningar!


Vala Kristín Eiríksdóttir fær tilnefningu sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Oleanna og Sigurður Þór Óskarsson fær tilnefningu sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Veislu. Leikritið Veisla fær alls þrjár tilnefningar en Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er tilnefnd fyrir dans- og sviðhreyfingar ársins og Davíð Berndsen, Þórður Gunnar Þorvaldsson, Prins Póló og Snorri Helgason fá tilnefningar fyrir tónlist ársins.

Samstarfsverkefni Svarts jakka og Borgarleikhússins á verkinu KOK fær tvær tilnefningar. Það er Þórunn Gréta Sigurðardóttir fyrir tónlist ársins og Hanna Dóra Sturludóttir sem söngvari ársins.

Við óskum öllum tilnefndum listamönnum innilega til hamingju, við erum afar stolt og þakklát!