Borgarleikhúsið

Guðrún S. Gísladóttir og Jóhann Sigurðarson

6 des. 2022

Um þessar mundir fara stórleikararnir Guðrún S. Gísladóttir og Jóhann Sigurðarson með aðalhlutverkin í verkinu Síðustu dagar Sæunnar. Bæði eiga þau langan og farsælan feril að baki og hafa raunar áður leikið saman á sviði. 


Hér fyrir ofan má sjá þau í hlutverkum Sölku Völku og Arnaldar í uppfærslu á Sölku Völku Halldórs Laxness sem sýnd var árið 1982 en þar léku þau saman í fyrsta sinn. Nú fjörutíu árum síðar standa Guðrún og Jóhann aftur saman á sviði – sem par – en þó með töluvert öðrum formerkjum. Síðustu sýningar eru nú í desember, tryggið ykkur miða.