Borgarleikhúsið

Hádegisfundur 17. nóv

11 nóv. 2021

Annar hádegisfundur vetrarins verður haldinn miðvikudaginn 17. nóvember kl.12-13 í forsal Borgarleikhússins.


Að þessu sinni munu leikskáld Leikfélags Reykjavíkur, þau Eva Rún Snorradóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson, fjalla um verk sín og vinnu, en bæði hafa þau haft aðsetur í Borgarleikhúsinu síðustu misseri og stefnt er að því að afrakstur af starfi þeirra rati á svið leikhússins á næstu leikárum.

Bæði luku þau BA-gráðu frá sviðhöfundabraut Sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands, Eva Rún árið 2008 og Matthías Tryggvi árið 2018. Eva Rún hefur getið sér gott orð sem ljóðskáld og meðlimur framandverkaflokksins Kviss Búmm Bang, en Matthías Tryggvi vakti athygli fyrir einleik sinn Griðastaður árið 2018 og er þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Hatara.

Léttur hádegisverður verður til sölu á staðnum.