Borgarleikhúsið

Heimsókn í Borgarleikhúsið

11 feb. 2021

Í gær fékk starfsfólk Borgarleikhússins góða heimsókn þegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Willum Þór Þórsson þingmaður komu í heimsókn ásamt aðstoðarmönnum til að kynna sér starfsemi Borgarleikhússins.


Hópurinn gekk um húsið, skoðaði allar deildir og endaði á æfingu á Stóra sviðinu þar sem þau horfðu á hluta úr leikritinu Sölumaður deyr sem frumsýnt verður í lok næstu viku, 20. febrúar. Heillaðist ráðherrann sérstaklega af hárkollusafni leikhússins. Heimsóknin er hluti af kjördæmadögum Alþingis dagana 8. - 10. febrúar og er mikill heiður fyrir Borgarleikhúsið að fá slíka gesti sem sýna starfi hússins eins mikinn áhuga og velvilja.

  • Heimsokn