Borgarleikhúsið

Helgi Þór rofnar frumsýnt í kvöld

17 jan. 2020

Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson verður frumsýnt á Nýja sviðinu í kvöld, föstudaginn 17. janúar. Leikstjóri er Stefán Jónsson. Um er að ræða drepfyndið og spennandi leikrit um það hvort maðurinn komist undan sögunni um sig, geti losað sig úr álögum og hætt að trúa á spádóma.

Lífið er dálítið niðurdrepandi á útfararstofu Jóns. Samt kviknar smá lífsneisti með syni hans, Helga Þór líksnyrti, þegar aðstandandi líksins á börunum birtist; ung stelpa sem hann þekkir. Það lifnar yfir þeim báðum, þau skilja hvort annað og eru að byrja að tengjast þegar Jón mætir á svæðið. Hann er móður og másandi eftir að hafa séð sýnir og kastar fram spádómi um að líf Helga sé í stórhættu. Og þar með byrjar allt.

Helgi Þór rofnar er fimmta verkið sem Tyrfingur Tyrfingsson frumsýnir í Borgarleikhúsinu en fá af leikskáldum nýrrar kynslóðar hafa vakið jafn mikla athygli og notið jafn mikillar hylli. Áður hafa Kartöfluæturnar, Auglýsing ársins, Bláskjár og Skúrinn á sléttunni verið sýnd hér.

Leikarar í sýningunni eru Bergur Þór Ingólfsson, Erlen Ísabella Einarsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Listrænir stjórnendur auk Stefáns eru Listrænir stjórnendur sýningarinnar eru Gretar Reynisson, leikmyndahöfundur, Stefanía Adolfsdóttir, búningahöfundur, Pálmi Jónsson sér um lýsingu, Margrét Benediktsdóttir sér um leikgervi og Garðar Borgþórsson um hljóð.

Leikarar segja frá verkinu Stefán Jónsson talar um leikritið